Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:45 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðaeigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða. Vísir/hjalti Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum. Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna. Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna.
Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10