Framlög til lögreglunnar eru aukin í breytingartillögum við fjárlögin og stór hluti á að fara í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við verðum í beinni frá Alþingi og ræðum við dómsmálaráðherra um málið.
Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðaskort og segja uppbyggingu ekki mæta þörf. Við förum yfir nýja talningu á íbúðum í byggingu og heyrum jafnframt í formanni Samtaka leigjenda sem hefur miklar áhyggjur af stöðu fólks á leigumarkaði á tímum mikilla hækkana á leiguverði.
Þá kíkjum við á nýtt fræðasetur um norðurslóðir á Ísafirði og kynnum okkur nýjan vegkafla á hringveginum sem styttir leiðina í kringum landið.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.