Segir stærsta hluta nýrra íbúða enda í höndum eignafólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 28. nóvember 2022 22:41 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að almenningur fái húsnæði á viðráðanlegu verði. Vísir/Vilhelm Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Formanni samtaka leigjanda líst ekkert á stöðuna og segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að útvega almenningi húsnæði á viðráðanlegu verði. Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira