Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 17:03 Írakskir hermenn með fána ISIS eftir að Mosul var frelsuð undan oki vígamanna hryðjuverkasamtakanna. EPA/AHMED JALIL Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. Sögunni fylgdi að al-Qurashi hefði dáið í bardaga, en ekki var sagt við hverja eða hvenær. Fyrrverandi talsmaður bandalagsins gegn ISIS segist þó hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur af vígamönnum HTS, systursamtaka al-Qaeda í Sýrlandi, og það hafi gerst í Idlib-héraði. EXCLUSIVE | Commenting on the killing of ISIL's Caliph.A reliable source reports initial info that he was killed four days ago by the other terrorist organization HTS in Idlib, NW Syria.OTH, he reported about an outstanding achievement by @SOJTF_LEVANT / @CJTFOIR, the ...— Mzahem Alsaloum (@Mzahem_Alsaloum) November 30, 2022 Hryðjuverkasamtökin hafa þegar fengið nýjan leiðtoga en sá er sagður heita Abu al-Hussein al-Husseini al-Qurashi. Samkvæmt frétt France24 vísar titillinn Qurashi í gamlan ættbálk spámannsins Múhammeðs en leiðtogi ISIS verður að geta rakið uppruna sinn til þess ættbálks, í það minnsta að nafninu til. Qurashi fyrri er fjórði leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem fellur á undanförnum árum en hann tók við af Maher al-Agal, sem felldur var í loftárás í Sýrlandi, nærri landamærum Tyrklands, í sumar. Sjá einnig: Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu undir sig stóra hluta Sýrlands og Íraks árið 2014 og stofnuðu þar kalífadæmi. Fólk gekk til liðs við samtökin í massavís en þegar mest var réðu hryðjuverkasamtökin yfir átta milljónum manna. Kalífadæmið var þó fellt árið 2019 í átökum sem leidd voru að Írökum, sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjamönnum. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40 Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01 Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Sögunni fylgdi að al-Qurashi hefði dáið í bardaga, en ekki var sagt við hverja eða hvenær. Fyrrverandi talsmaður bandalagsins gegn ISIS segist þó hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur af vígamönnum HTS, systursamtaka al-Qaeda í Sýrlandi, og það hafi gerst í Idlib-héraði. EXCLUSIVE | Commenting on the killing of ISIL's Caliph.A reliable source reports initial info that he was killed four days ago by the other terrorist organization HTS in Idlib, NW Syria.OTH, he reported about an outstanding achievement by @SOJTF_LEVANT / @CJTFOIR, the ...— Mzahem Alsaloum (@Mzahem_Alsaloum) November 30, 2022 Hryðjuverkasamtökin hafa þegar fengið nýjan leiðtoga en sá er sagður heita Abu al-Hussein al-Husseini al-Qurashi. Samkvæmt frétt France24 vísar titillinn Qurashi í gamlan ættbálk spámannsins Múhammeðs en leiðtogi ISIS verður að geta rakið uppruna sinn til þess ættbálks, í það minnsta að nafninu til. Qurashi fyrri er fjórði leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem fellur á undanförnum árum en hann tók við af Maher al-Agal, sem felldur var í loftárás í Sýrlandi, nærri landamærum Tyrklands, í sumar. Sjá einnig: Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu undir sig stóra hluta Sýrlands og Íraks árið 2014 og stofnuðu þar kalífadæmi. Fólk gekk til liðs við samtökin í massavís en þegar mest var réðu hryðjuverkasamtökin yfir átta milljónum manna. Kalífadæmið var þó fellt árið 2019 í átökum sem leidd voru að Írökum, sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjamönnum. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi.
Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40 Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01 Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40
Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01
Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15