Mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu Jódís Skúladóttir skrifar 1. desember 2022 14:30 Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun