Bandarísk transkona ætlar að flýja til Íslands: „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 12:03 Willgohs segir íslenskt samfélag hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. Getty Rynn Willgohs er fimmtug transkona frá Fargo í Norður-Dakóta sem hyggst flytja búferlum til Íslands sökum fordóma og ofsókna sem hún kveðst mæta sem transkona í Bandaríkjunum. Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo. Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo.
Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira