Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 20:00 Starfsfólk barnaspítala í Kherson með munaðarlausum börnum. AP/Bernat Armangue Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim. Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira