Mun 55 ára æskulýðsstarf enda í dag? Steinar Þór Ólafsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Siglingaíþróttir Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun