Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 11:25 Bandaríkjamenn hafa ákært nokkra meðlimi kínverska tölvuþrjótahópsins APT41 á undanförnum árum. Getty/EPA Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Tuttugu milljónir dala eru um það bil 2,8 milljarðar króna en ráðamenn segja að um helmingur peninganna hafi verið endurheimtur. NBC News sögðu frá ránunum í gær en yfirvöld í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að hópi tölvuþrjóta sem kallast APT41 og er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn benda aðila tengda yfirvöldum annars ríkis við rán sem þetta. NBC hefur þó eftir embættismönnum og sérfræðingum að umrætt mál gæti verið það fyrsta af mörgum. Aðrar rannsóknir varðandi þjófnað á Covid-styrkjum bendi einnig til aðkomu tölvuþrjóta á vegum annars ríkis en þær rannsóknir séu ekki jafn langt komnar. Til að mynda sé líklegt að þessi sami hópur kínverskra tölvuþrjóta hafi gert árásir í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Reuters segir APT41 vera umsvifamikinn hóp sem hafi um nokkuð skeið gert tölvuárásir á stofnanir og fyrirtæki, bæði fyrir hönd kínverska ríkisins og til að stela peningum. Þó nokkrir meðlimir hópsins hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sakað Kommúnistaflokk Kína um að hlífa hópum sem þessum og jafnvel aðstoða í skiptum fyrir það að þeir geri ekki árásir í Kína og að þeir steli tækni og gögnum sem nýtast kínverska ríkinu. Hópar eins og APT41 fá einnig sérstök verkefni frá yfirvöldum í Kína. Miklum fjármunum stolið Bandaríska löggæslustofnunin sem sér meðal annars um að rannsaka mál sem þessi og vernda forseta Bandaríkjanna og kallast á ensku „Secret Service“, segir meira en þúsund rannsóknir á styrkjaþjófnaði vera í gangi og þær snúist bæði að innlendum og erlendum aðilum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að um fimmtungur þeirra 872,5 milljarða dala sem ríkið hafi varið til að styrkja atvinnulaust fólk á tímum Covid hafi endað í höndum svikahrappa og þjófa. Sérfræðingar segja líklegt að raunverulega hlutfallið sé enn hærra. Greining sem gerð var fyrir bandaríska þingið og opinberuð var í síðustu viku, bendir til þess að 42,4 prósent af atvinnuleysisstyrkjum sem greiddir voru út á fyrstu sex mánuðum þegar það var gert, hafi endað í höndum óprúttinna aðila.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira