Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. desember 2022 08:44 Þegar talið berst að grænþvotti segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfistofnun, að það sé ekki alltaf svo að fyrirtæki séu viljandi að gefa rangar upplýsingar. Hins vegar séu að koma upp stórir grænþvottsskandalar úti í heimi og því sé mjög mikilvægt að vanda sig í allri upplýsingagjöf og passa að þar séu engar hálfsagðar sögur. Vísir/Vilhelm „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Neytendur eru orðnir vel upplýstir og þeir kunna að meta það þegar fyrirtæki koma hreint fram. Segið frá stöðunni eins og hún er og hvað þið ætlið og eruð að gera til að bæta hana. Miðlið svo upplýsingunum til samfélagsins á skiljanlegan hátt.“ Að ná þeim markmiðum að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld við 1,5 gráðu miðað við fyrir iðnbyltingu þýðir að fyrir árið 2050 þarf heimurinn að ná hnattrænu kolefnishlutleysi. „Þetta er risastórt verkefni og við þurfum allar hendur á dekk.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um loftlagsmálin. Fyrirtækin þurfa að velja bröttustu brekkuna Til þess að ná markmiðum Parísarsamningsins þurfa fyrirtæki að helminga sína losun fyrir árið 2030. Síðan aftur á hverjum áratug til ársins 2050. Með þessu eru fyrirtæki að leggja sitt af mörkum til þess að við náum 90% samdrætti í losun á heimsvísu og að lokum kolefnishlutleysi fyrir miðja þessa öld. Ég hef stundum líkt þessum gríðarlega samdrætti í losun við skíðaferð. Þar sem fyrirtæki þurfa að velja sér bröttustu brekkuna á skíðasvæðinu og skíða alla leið niður að sjó!“ Birgitta segir þessi markmið auðvitað fela í sér gríðarlegar áskoranir fyrir fyrirtæki. Hins vegar fylgja þessum áskorunum einnig tækifæri, ný viðskiptamódel, nýsköpun og tækknilausnir. „Gleymum ekki tilganginum. Að skapa hér lífvænlega jörð fyrir menn, náttúru og auðvitað fyrirtæki.“ Nokkuð hefur verið um það að fyrirtæki séu að styðjast við mismunandi mælikvarða og aðferðarfræði á vegferð sinni í átt að kolefnishlutleysi. Birgitta segir Umhverfisstofnun fyrst og fremst leggja áherslu á að fyrirtæki birti upplýsingar um það hvað þau séu að gera og segi þá alla söguna. Eins að fá þessar upplýsingar staðfestar af óháðum aðila. Þetta sé í raun besta og skynsamlegasta leiðin fyrir fyrirtæki, óháð aðferðarfræði. Þá segir Birgitta það geta verið of stóran bita fyrir fyrirtæki að mæla ,,allt.“ Þótt það sé reyndar best. Hér bendir hún frekar á að fyrirtæki byrji að mæla þá þætti sem eru nokkuð fyrirséðir þeir sem valda mestri losun í starfseminni. „Fyrirtæki geta hér til dæmis skoðað Loftslagsmæli Festu, losunarstuðla Umhverfisstofnunar og Greenhouse Gas protocol aðferðafræðina. Svo þarf að setja sér langtímamarkmið um samdrátt í losun en einnig að marka vörður á leiðinni. Því næst þarf að hefjast handa við að fara í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun.“ Birgitta segist stundum líkja verkefninu sem framundan er við það að fyrirtæki þurfi að velja sér bröttustu brekkuna og skíða alla leið niður á sjó. Því til þess að ná markmiðum Parísarsamningsins þurfa fyrirtæki að helminga sína losun fyrir árið 2030 og síðan hvern áratug eftir það til 2050.Vísir/Vilhelm Ísland og heimurinn Þegar búið er að draga úr losun eins mikið og mögulegt er innan hvers árs þarf að kolefnisjafna. Birgitta segir mikilvægt að fyrirtæki fjárfesti í vottuðum kolefniseiningum sem uppfylla alþjóðlegar kröfur. Því það sé leið til að tryggja raunverulegan loftlagsávinning. Umhverfisstofnun hefur birt um þetta leiðbeiningar á vefsíðu sinni. Eru til tölur um hvar íslenskt atvinnulíf stendur í samanburði við aðrar þjóðir. Til dæmis í samanburði við Norðurlöndin? „Nei í rauninni ekki. Að því sögðu þá er mikil gróska hér á Íslandi og mörg fyrirtæki sem eru að taka ábyrgð á sínum umhverfisáhrifum og reyna að bæta þar úr. Hingað til hafa stóru fyrirtækin verið áberandi en við finnum fyrir því hér á Umhverfisstofnun að lítil og meðalstór fyrirtæki eru mörg hver orðin áhugasöm og vilja gera betur.“ Birgitta var ein þeirra sem hélt erindi á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í nóvember. Hún segir að nú hafi alls 167 íslensk fyrirtæki skrifað undir Festu og Reykjavíkurborgar en með þeirri undirritun eru fyrirtækin að skuldbinda sig til að vinna markvisst í sínum loftslagsmálum. Þá eru miklar breytingar framundan fyrir fyrirtæki. Um áramótin taka í gildi reglur um Flokkunarkerfi Evrópusambandsins, eða EU taxonomi. Kerfið felur í sér samræmdar leikreglur fyrir atvinnulífið og mun vonandi verða til þess að árangur í umhverfismálum aukist á sama tíma og komið er í veg fyrir grænþvott. Úti í heimi eru að koma upp stórir grænþvottsskandalar sem sýna mikilvægi þess að fyrirtæki vandi sig og séu með gagnsæja upplýsingagjöf um það sem þau eru að gera. Engar hálfsagðar sögur.“ Birgitta segir fyrirliggjandi verkefni atvinnulífsins kristaltært: „Fyrirtæki þurfa að leita allra leiða til að draga úr sinni losun og segja frá því sem þau eru að gera á skiljanlegan hátt. Það er þeirra hagur, hagur umhverfisins og neytendur munu kunna að meta það.“ Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Neytendur eru orðnir vel upplýstir og þeir kunna að meta það þegar fyrirtæki koma hreint fram. Segið frá stöðunni eins og hún er og hvað þið ætlið og eruð að gera til að bæta hana. Miðlið svo upplýsingunum til samfélagsins á skiljanlegan hátt.“ Að ná þeim markmiðum að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld við 1,5 gráðu miðað við fyrir iðnbyltingu þýðir að fyrir árið 2050 þarf heimurinn að ná hnattrænu kolefnishlutleysi. „Þetta er risastórt verkefni og við þurfum allar hendur á dekk.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um loftlagsmálin. Fyrirtækin þurfa að velja bröttustu brekkuna Til þess að ná markmiðum Parísarsamningsins þurfa fyrirtæki að helminga sína losun fyrir árið 2030. Síðan aftur á hverjum áratug til ársins 2050. Með þessu eru fyrirtæki að leggja sitt af mörkum til þess að við náum 90% samdrætti í losun á heimsvísu og að lokum kolefnishlutleysi fyrir miðja þessa öld. Ég hef stundum líkt þessum gríðarlega samdrætti í losun við skíðaferð. Þar sem fyrirtæki þurfa að velja sér bröttustu brekkuna á skíðasvæðinu og skíða alla leið niður að sjó!“ Birgitta segir þessi markmið auðvitað fela í sér gríðarlegar áskoranir fyrir fyrirtæki. Hins vegar fylgja þessum áskorunum einnig tækifæri, ný viðskiptamódel, nýsköpun og tækknilausnir. „Gleymum ekki tilganginum. Að skapa hér lífvænlega jörð fyrir menn, náttúru og auðvitað fyrirtæki.“ Nokkuð hefur verið um það að fyrirtæki séu að styðjast við mismunandi mælikvarða og aðferðarfræði á vegferð sinni í átt að kolefnishlutleysi. Birgitta segir Umhverfisstofnun fyrst og fremst leggja áherslu á að fyrirtæki birti upplýsingar um það hvað þau séu að gera og segi þá alla söguna. Eins að fá þessar upplýsingar staðfestar af óháðum aðila. Þetta sé í raun besta og skynsamlegasta leiðin fyrir fyrirtæki, óháð aðferðarfræði. Þá segir Birgitta það geta verið of stóran bita fyrir fyrirtæki að mæla ,,allt.“ Þótt það sé reyndar best. Hér bendir hún frekar á að fyrirtæki byrji að mæla þá þætti sem eru nokkuð fyrirséðir þeir sem valda mestri losun í starfseminni. „Fyrirtæki geta hér til dæmis skoðað Loftslagsmæli Festu, losunarstuðla Umhverfisstofnunar og Greenhouse Gas protocol aðferðafræðina. Svo þarf að setja sér langtímamarkmið um samdrátt í losun en einnig að marka vörður á leiðinni. Því næst þarf að hefjast handa við að fara í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun.“ Birgitta segist stundum líkja verkefninu sem framundan er við það að fyrirtæki þurfi að velja sér bröttustu brekkuna og skíða alla leið niður á sjó. Því til þess að ná markmiðum Parísarsamningsins þurfa fyrirtæki að helminga sína losun fyrir árið 2030 og síðan hvern áratug eftir það til 2050.Vísir/Vilhelm Ísland og heimurinn Þegar búið er að draga úr losun eins mikið og mögulegt er innan hvers árs þarf að kolefnisjafna. Birgitta segir mikilvægt að fyrirtæki fjárfesti í vottuðum kolefniseiningum sem uppfylla alþjóðlegar kröfur. Því það sé leið til að tryggja raunverulegan loftlagsávinning. Umhverfisstofnun hefur birt um þetta leiðbeiningar á vefsíðu sinni. Eru til tölur um hvar íslenskt atvinnulíf stendur í samanburði við aðrar þjóðir. Til dæmis í samanburði við Norðurlöndin? „Nei í rauninni ekki. Að því sögðu þá er mikil gróska hér á Íslandi og mörg fyrirtæki sem eru að taka ábyrgð á sínum umhverfisáhrifum og reyna að bæta þar úr. Hingað til hafa stóru fyrirtækin verið áberandi en við finnum fyrir því hér á Umhverfisstofnun að lítil og meðalstór fyrirtæki eru mörg hver orðin áhugasöm og vilja gera betur.“ Birgitta var ein þeirra sem hélt erindi á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í nóvember. Hún segir að nú hafi alls 167 íslensk fyrirtæki skrifað undir Festu og Reykjavíkurborgar en með þeirri undirritun eru fyrirtækin að skuldbinda sig til að vinna markvisst í sínum loftslagsmálum. Þá eru miklar breytingar framundan fyrir fyrirtæki. Um áramótin taka í gildi reglur um Flokkunarkerfi Evrópusambandsins, eða EU taxonomi. Kerfið felur í sér samræmdar leikreglur fyrir atvinnulífið og mun vonandi verða til þess að árangur í umhverfismálum aukist á sama tíma og komið er í veg fyrir grænþvott. Úti í heimi eru að koma upp stórir grænþvottsskandalar sem sýna mikilvægi þess að fyrirtæki vandi sig og séu með gagnsæja upplýsingagjöf um það sem þau eru að gera. Engar hálfsagðar sögur.“ Birgitta segir fyrirliggjandi verkefni atvinnulífsins kristaltært: „Fyrirtæki þurfa að leita allra leiða til að draga úr sinni losun og segja frá því sem þau eru að gera á skiljanlegan hátt. Það er þeirra hagur, hagur umhverfisins og neytendur munu kunna að meta það.“
Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00