Framganga Víðis hefur vakið nokkra lukku, vafalaust meiri lukku en sjálft efni viðtalsins hjá mörgum, enda fór hann á kostum, sagði til nafns og aldurs og fór yfir málefni líðandi stundar eins og ekkert væri eðlilegra. Sjón er sögu ríkari og innslagið má nálgast hér að ofan; viðtöl við foreldra hefjast á fimmtándu mínútu.

Til umræðu var staða leikskóla í borginni og hugmynd sem sett hefur verið fram um að greiða fólki fyrir að vera heima með börn sín í stað þess að senda þau á leikskóla. Skiptar skoðanir eru á þessari hugmynd - hún er meðal annars sögð vafasöm í ljósi kynjajafnréttis.
Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki vel að merkja alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“ Að öðru leyti sagði hún leikskólakerfið á réttri leið og að ánægjan ætti að aukast hægt og rólega eftir því sem fólk þyrfti ekki að vera eins lengi á biðlista með börnin sín.