Margar hendur vinna létt verk Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 9. desember 2022 14:01 Í aðdraganda kosninga í vor lagði Framsókn í Hveragerði áherslu á velferð fjölskyldunnar og skýra framtíðarsýn við uppbyggingu bæjarins. Áttu þær áherslur samlegð með íbúum í Hveragerði og samstarfsflokki í meirihluta. Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis hafa nú unnið að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og ber áætlunin glöggt vitni um áherslumálin. Áætlunin er unnin í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og starfsfólk bæjarins. Eins hafa íbúar bæjarins lagt sitt af mörkum með því að senda inn sínar tillögur við fjárhagsáætlun í gegnum íbúagátt bæjarins. Það skal jafnframt tekið fram að öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að taka þátt í þessari vinnu en minnihluti Sjálfstæðismanna hafnaði því boði en fjárhagsætlun hefur verið unnin í góðu samstarfi milli fyrrum minni og meirihluta síðustu 10 ár. Áætlunin hefur nú verið samþykkt. Aukum tekjur Það er óumflýjanleg staðreynd að reksturinn er þungur og hafa lán verið tekin fyrir rekstrinum. Þessu vill meirihlutinn breyta. Í áætlun 2023-2026 er markmið meirihlutans að rekstur sveitarfélagsins verði sjálfbær. Til þess að mæta þessu markmiði þurfum við öll að sýna ráðdeild í rekstri án þess þó að skerða þjónustu við íbúa. Önnur leið í átt að sjálfbærni er að auka tekjur sveitarfélagsins og þar liggja tækifærin. Fjölskyldan Málefni fjölskyldunnar voru efst á baugi við vinnu fjárhagsáætlunar sem er í samræmi við málefnasamning meirihlutans. Á árinu 2023 verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Haustið 2022 ákvað meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis að bjóða upp á eina fría klukkustund á leikskólum bæjarins og haustið 2023 er gert ráð fyrir að gjaldfrjálsar klukkustundir verði orðnar tvær og með því lækka gjöld til foreldra leikskólabarna. Fái 12 mánaða barn ekki pláss á leikskóla verða veittar foreldragreiðslur. Í áætlun er gert ráð fyrir að frístundastyrkur verði hækkaður og lækkun leikskólagjalda og hækkun frístundastyrks verði í áföngum á kjörtímabilinu. Það er skýr framtíðarsýn í fjárfestingum og ber þar helst að nefna framtíðar íþróttamannvirki Hvergerðinga sem mun rísa árið 2023 og uppbyggingu í leik- og grunnskóla. Framtíðin Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 3. nóvember að ganga til samninga við KPMG vegna úttektar á rekstri sveitarfélagsins en 10 ár eru liðin síðan sambærileg úttekt fór fram. KPMG hefur veitt faglega ráðgjöf vegna vinnu við fjárhagsáætlunina sem lögð hefur verið fram. Sú vinna heldur áfram og verður 10 ára áætlun kynnt á nýju ári. Þrátt fyrir áskoranir fram undan lítur meirihlutinn björtum augum á framtíðina enda tækifærin fjölmörg. Hveragerðisbær er í örum vexti, fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni, setja markmið svo innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna, stuðning við barnafjölskyldur, hér séu áfram öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gæða íþrótta- og frístundastarf, heilsuefling sé í hávegum höfð og að ferðaþjónustan og menningin haldi áfram að blómstra. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hveragerði og forseti bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga í vor lagði Framsókn í Hveragerði áherslu á velferð fjölskyldunnar og skýra framtíðarsýn við uppbyggingu bæjarins. Áttu þær áherslur samlegð með íbúum í Hveragerði og samstarfsflokki í meirihluta. Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis hafa nú unnið að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og ber áætlunin glöggt vitni um áherslumálin. Áætlunin er unnin í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og starfsfólk bæjarins. Eins hafa íbúar bæjarins lagt sitt af mörkum með því að senda inn sínar tillögur við fjárhagsáætlun í gegnum íbúagátt bæjarins. Það skal jafnframt tekið fram að öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að taka þátt í þessari vinnu en minnihluti Sjálfstæðismanna hafnaði því boði en fjárhagsætlun hefur verið unnin í góðu samstarfi milli fyrrum minni og meirihluta síðustu 10 ár. Áætlunin hefur nú verið samþykkt. Aukum tekjur Það er óumflýjanleg staðreynd að reksturinn er þungur og hafa lán verið tekin fyrir rekstrinum. Þessu vill meirihlutinn breyta. Í áætlun 2023-2026 er markmið meirihlutans að rekstur sveitarfélagsins verði sjálfbær. Til þess að mæta þessu markmiði þurfum við öll að sýna ráðdeild í rekstri án þess þó að skerða þjónustu við íbúa. Önnur leið í átt að sjálfbærni er að auka tekjur sveitarfélagsins og þar liggja tækifærin. Fjölskyldan Málefni fjölskyldunnar voru efst á baugi við vinnu fjárhagsáætlunar sem er í samræmi við málefnasamning meirihlutans. Á árinu 2023 verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Haustið 2022 ákvað meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis að bjóða upp á eina fría klukkustund á leikskólum bæjarins og haustið 2023 er gert ráð fyrir að gjaldfrjálsar klukkustundir verði orðnar tvær og með því lækka gjöld til foreldra leikskólabarna. Fái 12 mánaða barn ekki pláss á leikskóla verða veittar foreldragreiðslur. Í áætlun er gert ráð fyrir að frístundastyrkur verði hækkaður og lækkun leikskólagjalda og hækkun frístundastyrks verði í áföngum á kjörtímabilinu. Það er skýr framtíðarsýn í fjárfestingum og ber þar helst að nefna framtíðar íþróttamannvirki Hvergerðinga sem mun rísa árið 2023 og uppbyggingu í leik- og grunnskóla. Framtíðin Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 3. nóvember að ganga til samninga við KPMG vegna úttektar á rekstri sveitarfélagsins en 10 ár eru liðin síðan sambærileg úttekt fór fram. KPMG hefur veitt faglega ráðgjöf vegna vinnu við fjárhagsáætlunina sem lögð hefur verið fram. Sú vinna heldur áfram og verður 10 ára áætlun kynnt á nýju ári. Þrátt fyrir áskoranir fram undan lítur meirihlutinn björtum augum á framtíðina enda tækifærin fjölmörg. Hveragerðisbær er í örum vexti, fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni, setja markmið svo innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna, stuðning við barnafjölskyldur, hér séu áfram öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gæða íþrótta- og frístundastarf, heilsuefling sé í hávegum höfð og að ferðaþjónustan og menningin haldi áfram að blómstra. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hveragerði og forseti bæjarstjórnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar