Tengdafaðir Alaba og stjörnukokkurinn Frank Heppner handtekinn Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:56 Frank Heppner er sagður vera einn þeirra sem var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn. Frank Heppner, þýskur stjörnukokkur og tengdafaðir knattspyrnumannsins David Alaba, er meðal þeirra sem hafa verið handteknir vegna tengsla við hægri öfga-hópinn Reichsburger. Heppner var handtekinn á veitingastað sínum í Austurríki í aðgerðum lögreglunnar. Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins. Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins.
Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37