Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 09:21 Elon Musk (t.v.) vill að Anthony Fauci (t.h.) verði sóttur til saka, að því er virðist á grundvelli samsæriskenninga andstæðinga sóttvarnaaðgerða. Vísir/EPA/samsett Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum. Musk kallaði eftir því að Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna sem var andlit sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum vestanhafs, yrði saksóttur í tísti snemma í gærmorgun. „Fornöfnin mín eru Ákærið/Fauci,“ tísti Musk og gerði þannig á sama tíma lítið úr fornöfnum kynsegin fólks. Hann deildi einnig skopmynd af Fauci og Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem Fauci var í líki útsmogins og illgjarns ráðgjafa sem hneppti Þjóðann Þengilsson konung Róhans í álög í Hringadróttinssögu. Með tístinu virtist Musk taka undir gremju bandarískra hægrimanna sem töldu flestar aðgerðir vegna kórónuveirunnar óþarfar í garð Fauci. Repúblikanar, sem náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningnum í síðasta mánuði, hafa heitið því að rannsaka Fauci sérstaklega. Síðar í gær tók Musk af tvímæli um að hann aðhyllist samsæriskenningar um Fauci og faraldurinn þegar hann svaraði Scott Kelly, fyrrverandi geimfara og bróður öldungadeildarþingmanns demókrata, sem biðlaði til Musk um að gera ekki lítið úr transfólki. Sakaði Musk Fauci þá um að hafa „drepið milljónir manna“ á sama tíma og hann sagði transfólk „þröngva“ fornöfnum sínum upp á fólk sem kærði sig ekki um að vita um þau. Orðaskipti Musk og Scott Kelly um Anthony Fauci.Skjáskot Alls kyns samsæriskenningasinnar saka Fauci um að taka þátt í umfangsmiklu ráðabruggi yfirvalda í heiminum til að stjórna almenningi og drepa með kórónuveirufaraldrinum og bóluefnum gegn veirunni. Það á Fauci meðal annars að hafa gert með því að fjármagna rannsóknir í Wuhan. „Skammastu þín“ Fauci hefur áður lýst því hvernig hann og fjölskylda hans hafi legið undir áreiti og hótunum undanfarin ár, þar á meðal í viðtali í hlaðvarpi breska ríkisútvarpsins BBC í síðustu viku. „Ég er með góða öryggisvörslu en mér finnst það bara svo huglaust að áreita fólk sem er algerlega óviðkomandi, þar á meðal börnin mín,“ sagði Fauci þar. Gagnrýni á tíst Musk lét ekki á sér standa, að sögn vefmiðilsins Axios. „Það virðist ekki skynsamleg viðskiptaáætlun að koma sér í mjúkinn hjá bóluefnaafneiturum en málið er þetta: gætirðu látið góðan mann í friði fyrir að því er virðist endalausri leit þinni að athygli?“ tísti Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Minnesota og fyrrverandi frambjóðandi í forvali flokksins. „Þetta eru Bandaríkin. Þú getur valið þín fornöfn eins og þú vilt helst. En Anthony Fauci hefur líklega bjargað fleiri mannslífum en nokkur manneskja sem nú er á lífi í heiminum. Skammastu þín,“ tísti Dean Phillips, flokksbróðir Klobuchar í fulltrúadeildinni fyrir sama ríki. John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, sagði Fauci þjóðhetju og að framlagi hans til lýðheilsu yrði lengi minnst. „Þrátt fyrir velgengni þína í viðskiptum verður þín helst minnst fyrir að ala á hatri og sundrung opinberlega. Þú kannt að vera ríkur en þú hefur enga reisn,“ tísti Brennan. Dr. Fauci is a national hero who will be remembered for generations to come for his innate goodness & many contributions to public healthDespite your business success, you will be remembered most for fueling public hate & divisions. You may have money, but you have no class. https://t.co/0zabyXMERz— John O. Brennan (@JohnBrennan) December 11, 2022 Tísti Musk var þó ekki alls staðar tekið með gagnrýni. Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona yst af hægri jaðri Repúblikanaflokksins, tók undir tístið og sagðist hafa velþóknun á fornöfnum hans. Sagður hefja upp hægriöfgamenn af ásettu ráði Frá því að Musk festi kaup á Twitter hefur hann varið töluverðum tíma í að svara og taka undir alls kyns umkvörtunarefni notenda af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann ákvað á hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á miðilinn ásamt fjölda öfgamanna, þar á meðal nýnasista, sem fyrri stjórnendur höfðu bannað af ýmsum ástæðum. Þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að Twitter ætti að vera áreiðanlegasta uppspretta upplýsinga á netinu endurtísti Musk hómófóbískri samsæriskenningu eftir að hægriöfgamaður réðst á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, nýlega. Hann eyddi tístinu síðar án útskýringa og án þess að biðjast afsökunar. Síðustu daga hefur Musk ýjað sterklega að því að fyrri stjórnendur Twitter hafi viljandi kosið að láta barnaníð óáreitt. „Ég held að hann sé viljandi að valdefla hægriöfgamenn. Rök um að hann sé að reyna að hefja upp miðjuna eru augljóslega kjaftæði og það ætti að taka þeim sem slíkum,“ segir J.M. Berger, sérfræðingur í öfgahyggju á samfélagsmiðlum, við Business Insider. Musk á dóttur sem er kynsegin. Greint var frá því fyrr á þessu ári að hún hefði óskað eftir því að breyta nafni sínu, meðal annars til þess að slíta öll tengsl við föður sinn. Twitter Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hinsegin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Musk kallaði eftir því að Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna sem var andlit sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum vestanhafs, yrði saksóttur í tísti snemma í gærmorgun. „Fornöfnin mín eru Ákærið/Fauci,“ tísti Musk og gerði þannig á sama tíma lítið úr fornöfnum kynsegin fólks. Hann deildi einnig skopmynd af Fauci og Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem Fauci var í líki útsmogins og illgjarns ráðgjafa sem hneppti Þjóðann Þengilsson konung Róhans í álög í Hringadróttinssögu. Með tístinu virtist Musk taka undir gremju bandarískra hægrimanna sem töldu flestar aðgerðir vegna kórónuveirunnar óþarfar í garð Fauci. Repúblikanar, sem náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningnum í síðasta mánuði, hafa heitið því að rannsaka Fauci sérstaklega. Síðar í gær tók Musk af tvímæli um að hann aðhyllist samsæriskenningar um Fauci og faraldurinn þegar hann svaraði Scott Kelly, fyrrverandi geimfara og bróður öldungadeildarþingmanns demókrata, sem biðlaði til Musk um að gera ekki lítið úr transfólki. Sakaði Musk Fauci þá um að hafa „drepið milljónir manna“ á sama tíma og hann sagði transfólk „þröngva“ fornöfnum sínum upp á fólk sem kærði sig ekki um að vita um þau. Orðaskipti Musk og Scott Kelly um Anthony Fauci.Skjáskot Alls kyns samsæriskenningasinnar saka Fauci um að taka þátt í umfangsmiklu ráðabruggi yfirvalda í heiminum til að stjórna almenningi og drepa með kórónuveirufaraldrinum og bóluefnum gegn veirunni. Það á Fauci meðal annars að hafa gert með því að fjármagna rannsóknir í Wuhan. „Skammastu þín“ Fauci hefur áður lýst því hvernig hann og fjölskylda hans hafi legið undir áreiti og hótunum undanfarin ár, þar á meðal í viðtali í hlaðvarpi breska ríkisútvarpsins BBC í síðustu viku. „Ég er með góða öryggisvörslu en mér finnst það bara svo huglaust að áreita fólk sem er algerlega óviðkomandi, þar á meðal börnin mín,“ sagði Fauci þar. Gagnrýni á tíst Musk lét ekki á sér standa, að sögn vefmiðilsins Axios. „Það virðist ekki skynsamleg viðskiptaáætlun að koma sér í mjúkinn hjá bóluefnaafneiturum en málið er þetta: gætirðu látið góðan mann í friði fyrir að því er virðist endalausri leit þinni að athygli?“ tísti Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Minnesota og fyrrverandi frambjóðandi í forvali flokksins. „Þetta eru Bandaríkin. Þú getur valið þín fornöfn eins og þú vilt helst. En Anthony Fauci hefur líklega bjargað fleiri mannslífum en nokkur manneskja sem nú er á lífi í heiminum. Skammastu þín,“ tísti Dean Phillips, flokksbróðir Klobuchar í fulltrúadeildinni fyrir sama ríki. John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, sagði Fauci þjóðhetju og að framlagi hans til lýðheilsu yrði lengi minnst. „Þrátt fyrir velgengni þína í viðskiptum verður þín helst minnst fyrir að ala á hatri og sundrung opinberlega. Þú kannt að vera ríkur en þú hefur enga reisn,“ tísti Brennan. Dr. Fauci is a national hero who will be remembered for generations to come for his innate goodness & many contributions to public healthDespite your business success, you will be remembered most for fueling public hate & divisions. You may have money, but you have no class. https://t.co/0zabyXMERz— John O. Brennan (@JohnBrennan) December 11, 2022 Tísti Musk var þó ekki alls staðar tekið með gagnrýni. Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona yst af hægri jaðri Repúblikanaflokksins, tók undir tístið og sagðist hafa velþóknun á fornöfnum hans. Sagður hefja upp hægriöfgamenn af ásettu ráði Frá því að Musk festi kaup á Twitter hefur hann varið töluverðum tíma í að svara og taka undir alls kyns umkvörtunarefni notenda af ysta hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann ákvað á hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á miðilinn ásamt fjölda öfgamanna, þar á meðal nýnasista, sem fyrri stjórnendur höfðu bannað af ýmsum ástæðum. Þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að Twitter ætti að vera áreiðanlegasta uppspretta upplýsinga á netinu endurtísti Musk hómófóbískri samsæriskenningu eftir að hægriöfgamaður réðst á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, nýlega. Hann eyddi tístinu síðar án útskýringa og án þess að biðjast afsökunar. Síðustu daga hefur Musk ýjað sterklega að því að fyrri stjórnendur Twitter hafi viljandi kosið að láta barnaníð óáreitt. „Ég held að hann sé viljandi að valdefla hægriöfgamenn. Rök um að hann sé að reyna að hefja upp miðjuna eru augljóslega kjaftæði og það ætti að taka þeim sem slíkum,“ segir J.M. Berger, sérfræðingur í öfgahyggju á samfélagsmiðlum, við Business Insider. Musk á dóttur sem er kynsegin. Greint var frá því fyrr á þessu ári að hún hefði óskað eftir því að breyta nafni sínu, meðal annars til þess að slíta öll tengsl við föður sinn.
Twitter Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hinsegin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira