Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 11:48 Brak af trjónu farþegaþotu Pan Am í Lockerbie árið 1988. Ellefu bæjarbúar fórust til viðbótar við þá 259 sem voru um borð í þotunni. AP/Martin Cleaver Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003. Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003.
Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira