(Sér)íslensk jólaljós á krepputímum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2022 09:01 Jólaljósin í skammdeginu á Íslandi eru eitt af mörgu sem er í uppáhaldi hjá mér við jólin. Maðurinn minn fór án mín í jólaljósa-innkaup á dögunum og missti sig örlítið. Það verður í það minnsta enginn runni hjá okkur óupplýstur þetta árið. Það kólnaði talsvert í vikunni. Nóg til þess að ég fór á milli ofna á heimilinu og skrúfaði þá vel upp. Þetta hljóma eins og hversdagsleg vetrarverk, en er í raun mjög fjarri veruleika flestra nágranna okkar í Evrópu. Það er nefnilega orkukrísa í Evrópu og þar leggjast allir á eitt við að spara orku. Smitskömm hefur vikið fyrir orkuskömm. Við Íslendingar erum hins vegar í algjörri forréttindastöðu í þessum málum og tengjum illa við bága stöðu á meginlandinu. En staðan okkar kom ekki af sjálfu sér; datt ekki af himnum ofan. Hér höfðu íslensk stjórnvöld, bæði í ríki og borg, hugrekki til þess að fara í orkuskipti á síðustu öld. Glæfralegar ákvarðanir forsvarsmanna Evrópusambandsins, einkum Þýskalands, leiddu hins vegar til þeirrar stöðu álfunnar, að hún er háð rússneskri orku. Íbúarnir súpa nú seyðið af því. Og þótt mér leiðist ekki að gagnrýna Evrópusambandið, þá er mikilvægt að við leggjum Evrópu lið og deilum með þeim þekkingu okkar á orkumálum. Það er nefnilega sameiginlegt markið okkar að vinna gegn loftslagbreytingum og bæta orkuöryggi. Hér heima eru grænu orkuskiptin framundan risastórt verkefni, en við höfum sofnað á verðinum undanfarin ár. Við þurfum að forgangsaða orkuskiptum og leggjast á eitt við að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Ástandið í Evrópu er brýn áminning um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jólaljósin í skammdeginu á Íslandi eru eitt af mörgu sem er í uppáhaldi hjá mér við jólin. Maðurinn minn fór án mín í jólaljósa-innkaup á dögunum og missti sig örlítið. Það verður í það minnsta enginn runni hjá okkur óupplýstur þetta árið. Það kólnaði talsvert í vikunni. Nóg til þess að ég fór á milli ofna á heimilinu og skrúfaði þá vel upp. Þetta hljóma eins og hversdagsleg vetrarverk, en er í raun mjög fjarri veruleika flestra nágranna okkar í Evrópu. Það er nefnilega orkukrísa í Evrópu og þar leggjast allir á eitt við að spara orku. Smitskömm hefur vikið fyrir orkuskömm. Við Íslendingar erum hins vegar í algjörri forréttindastöðu í þessum málum og tengjum illa við bága stöðu á meginlandinu. En staðan okkar kom ekki af sjálfu sér; datt ekki af himnum ofan. Hér höfðu íslensk stjórnvöld, bæði í ríki og borg, hugrekki til þess að fara í orkuskipti á síðustu öld. Glæfralegar ákvarðanir forsvarsmanna Evrópusambandsins, einkum Þýskalands, leiddu hins vegar til þeirrar stöðu álfunnar, að hún er háð rússneskri orku. Íbúarnir súpa nú seyðið af því. Og þótt mér leiðist ekki að gagnrýna Evrópusambandið, þá er mikilvægt að við leggjum Evrópu lið og deilum með þeim þekkingu okkar á orkumálum. Það er nefnilega sameiginlegt markið okkar að vinna gegn loftslagbreytingum og bæta orkuöryggi. Hér heima eru grænu orkuskiptin framundan risastórt verkefni, en við höfum sofnað á verðinum undanfarin ár. Við þurfum að forgangsaða orkuskiptum og leggjast á eitt við að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Ástandið í Evrópu er brýn áminning um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar