Mannslíf í húfi Ingvi K. Skjaldarson og Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifa 18. desember 2022 09:00 Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni. Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. Á Hjálpræðishernum á Suðurlandsbraut 72, er boðið upp á heita máltíð alla virka daga í hádeginu til þeirra sem eru jaðarsettir á einhvern hátt. Þau sem hafa tök á geta verslað máltíð eða annað meðlæti á kaffihúsinu, Kastalakaffi og stutt þannig við velferðarstarfið í leiðinni. Ásamt heitri máltíð hefur Hjálpræðisherinn í Reykjavík upp á að bjóða sturtuaðstöðu fyrir þau sem þess þurfa, sem aðgengileg er hreyfihömluðum. Í húsnæðinu er einnig að finna hvíldarherbergi fyrir þau sem vantar athvarf, sem opið er alla virka daga frá 10 til 17. Það hefur verið vilji Hjálpræðishersins að styðja enn betur við jaðarsetta hópa í samfélaginu og þá sérstaklega þau sem eru heimilislaus, eða allt frá því Herinn starfrækti dagsetur frá 2007-2015. Samtal hefur átt sér stað við starfsmenn velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar ásamt því að sendir hafa verið póstar á pólitískt kjörna fulltrúa í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað hefur verið eftir samtali til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er uppi. Hjálpræðisherinn telur mjög mikilvægt að brugðist sé við, ekki einungis í borginni, heldur sé þetta sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel víðar) ásamt því að ríkið þyrfti að koma að því að úrræði sem opið er á dagtíma sé í boði fyrir þennan hóp. Um afar viðkvæman hóp er að ræða sem upplifir því miður fordóma víða og hefur oft á tíðum flóknar þjónustuþarfir. Mikilvægt er að komið sé fram af kærleika og virðingu við þá sem þurfa að nýta þjónustu sem þessa og notendasamráð sé haft. Margir af þessum einstaklingum búa við fötlun vegna langvarandi veikinda. Við teljum mikilvægt að farsæl lausn verði fundin hið fyrsta fyrir þennan hóp því hér er um mannslíf að ræða. Hjálpræðisherinn vill að þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu og þau ráðuneyti sem að þessu máli koma, taki höndum saman, því saman getum við gert þetta vel og af virðingu fyrir þau sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hafa ekki öll líf sama vægi? Höfundar eru foringi Hjálpræðishersins í Reykjavík og fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar