FIA skerðir tjáningarfrelsi keppenda Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 12:31 Lewis Hamilton hefur lagt sig hvað mest fram við að vekja athygli á málefnum líkt og loftlagsmálum eða réttindum hinseginfólks. AP Photo/Kamran Jebreili FIA, alþjóðasamband akstursíþrótta, sem er meðal annars yfir Formúlu 1 kappakstrinum, hefur samþykkt nýja reglugerð sem skerðir tjáningarfrelsi ökuþóra til muna. Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum. Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum.
Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira