Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 18:25 Á myndinni sést skeifan, næst háskólanum, en þar hefur verið innheimt gjald fyrir bílastæði. Malarplanið, sem stendur fjær, hefur hins vegar staðið endurgjaldslaust til afnota. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita. Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita.
Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira