Syngjandi jólalottó Spánverja Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. desember 2022 16:00 Angel Abaga og Alonso Davalos, nemendur við San Ildefonso skólann í Madrid, syngja númerið sem hlaut stærsta vinninginn í hinu árlega jólalottói Spánverja. Oscar Gonzalez/Getty Images Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira