Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. desember 2022 11:36 Byrjað var að ryðja Teigsskóg við Þorskafjörð undir vegaframkvæmdir í sumar. Lengi hafði verið deilt um leiðarvalið. Vísir/Arnar Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg. Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður. Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður.
Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira