Kylian Mbappe var í byrjunarliði PSG í kvöld en Lionel Messi er enn í fríi eftir sigurinn með Argentínu á heimsmeistaramótinu á dögunum. Hinn brasilíski Neymar var í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og rautt gegn Strasbourg í síðustu umferð, síðara gula spjaldið fyrir leikaraskap.
Fyrir leikinn í kvöld voru liðin eins og áður segir í efstu tveimur sætum deildarinnar, PSG á toppnum með 44 stig en RC Lens með 37 stig í öðru sæti.
Leikurinn fór svo sannarlega fjörlega af stað. Przemysalw Frankowski kom RC Lens í 1-0 á 5.mínútu en hinn tvítugi Hugo Ekitike jafnaði fyrir PSG aðeins þremur mínútum síðar. Á 28.mínútu kom Lois Openda RC Lens í 2-1 þegar hann slapp einn gegn Gianluigi Donnarumma í marki PSG sem kom engum vörnum við.
Staðan í hálfleik 2-1 og strax eftir tvær mínútur í seinni hálfleik skoraði Alexis Claude-Maurice þriðja mark heimamanna og brekkan orðin brött fyrir gestina frá París.
Christophe Galtier, þjálfari PSG, gerði fjórar breytingar í síðari hálfleiknum en allt kom fyrir ekki. RC Lens fagnaði 3-1 sigri og minnkaði forskot PSG á toppnum í fjögur stig.
,
— Racing Club de Lens (@RCLens) January 1, 2023
Transcendant, le Racing renverse le leader de @ligue1ubereats dans son antre au terme d'une partition de grande classe ! Le RCL signe un 9e succès consécutif à domicile @RCLens 3 -1 @PSG_inside #RCLPSG pic.twitter.com/TzpCslZsLF