Forseti FIFA gagnrýndur fyrir að taka af sér sjálfu við lík Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 07:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, sést hér standa í myndatökum rétt við lík Pele á líkvökunni á heimavelli Santos. Getty/Mario Tama Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur tjáð sig um sjálfuna sem hann tók af sér við lík brasilíska knattspyrnugoðsins Pele, á líkvökunni á heimavelli Santos. Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Andlát Pele FIFA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
Andlát Pele FIFA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira