Björgvin Páll sendir IHF bréf vegna umdeildra Covid-reglna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 11:03 Björgvin Páll Gústavsson er á leið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska handboltalandsliðsins, hefur sent Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, bréf vegna umdeildra reglna varðandi Covid-19 sem verða í gildi á HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku. Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjá meira