Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 11:46 Lúther Ólason er formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta. Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta.
Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira