Þurftu að halda börnum inni vegna mengunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 20:31 Jónína Einarsdóttir er leikskólastjóri á Stakkaborg. sigurjón ólason Mengun hefur fjölmörgum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í dag og hefur mengunarský legið yfir borginni. Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“ Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“
Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20