Ægir og félagar hafa verið á góðu skriði í spænsku B-deildinni, en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð.
Eftir sigurinn situr Alicante í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig eftir 15 leiki, þremur stigum á eftir toppliðinu.
Gengi Þóris og félaga hefur hins vegar ekki verið jafn gott undanfarið, en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð.
Oviedo situr nú í 14. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.