Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 11. janúar 2023 19:21 Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. Mjög harðir og blóðugir bardagar hafa verið undanfarna mánuði um borgina Bhakmut og nú síðustu daga um bæinn Soledar norður af Bhakmut.Grafík/Sara Fyrir nokkrum dögum tóku Rússar að beina árásum sínum á nágrannabæinn Soledar og herma óstaðfestar fréttir að þeir hafi náð yfirráðum yfir bænum. Átökin við Bhakmut eru að mestu gamaldags skotgrafahernaður. Úkraínumenn kalla eftir skriðdrekum og öðrum þungavopnum frá Vesturlöndum til að vinna á Rússum.AP/Evgeniy Maloletka Úkraínumenn halda áfram að hvetja Vesturlönd til að senda sér skriðdreka og önnur þungavopn sem þeir segja nauðsynlegt til að vinna á Rússum. Það voru fagnaðarfundir með forseta Póllands og Úkraínu í Lviv í dag enda eru Pólverjar einir dyggustu stuðningsmenn Úkraínumanna í stríðinu við Rússland.AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti var þó sigurviss þegar hann ávarpaði Golden Globe verðlaunahátíðina í gærkvöldi. „Fyrri heimsstyrjöldin kostaði milljónir manna lífið. Seinni heimsstyrjöldin kostaði tugi milljóna manna lífið. Það verður engin þriðja heimsstyrjöld. Þetta er ekki þríleikur. Úkraína mun stöðva árás Rússa á land okkar. Okkur mun takast það með stuðningi alls hins frjálsa heims. Ég vona að þið verðið öll með okkur á degi sigursins, á degi sigurs okkar,“ sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Senda vestræna skriðdreka Zelenskyy hitti í dag þá Andrzej Duda forseta Póllands og Gitanas Nauséda forseta Litháens. Duda tilkynnti eftir fundinn að Pólverjar myndu senda Úkraínu að minnsta kosti fjórtán Leopard skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi. Duda segir fleiri ríki sem eiga Leopard skriðdreka þurfa einnig að þá til Úkraínu. Áður hafa ráðamenn í Finnlandi sagst tilbúnir að senda Leopard til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu en ríkisstjórn Þýskalands þyrfti að gefa heimild fyrir því að senda skriðdrekana til þriðja aðila eins og Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Þá tilkynnti Risi Sunak forsætisráðherra Bretlands í dag að hann hefði skipað Ben Wallace varnarmálaráðherra að vinna með öðrum bandamönnum að því að aðstoða Úkraínumenn frekar. Meðal annars með því að útvega þeim skriðdreka. Breskir fjölmiðlar sögðu nýverið frá því að Bretar væru að skoða að senda breska Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Sunak staðfesti það þó ekki í dag. Gallinn er sá, samkvæmt frétt Guardian, að Bretar eiga tiltölulega fáa skriðdreka, eða 227, og geta því ekki sent marga til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Hingað til hafa Rússar hafa Rússar hins vegar stigmagnað átökin burt séð frá því sem Vesturlönd gera. Bakhjarlar Úkraínu munu funda í Ramstein í Þýskalandi þann 20. janúar næstkomandi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Litháen Pólland Tengdar fréttir Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30 Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Mjög harðir og blóðugir bardagar hafa verið undanfarna mánuði um borgina Bhakmut og nú síðustu daga um bæinn Soledar norður af Bhakmut.Grafík/Sara Fyrir nokkrum dögum tóku Rússar að beina árásum sínum á nágrannabæinn Soledar og herma óstaðfestar fréttir að þeir hafi náð yfirráðum yfir bænum. Átökin við Bhakmut eru að mestu gamaldags skotgrafahernaður. Úkraínumenn kalla eftir skriðdrekum og öðrum þungavopnum frá Vesturlöndum til að vinna á Rússum.AP/Evgeniy Maloletka Úkraínumenn halda áfram að hvetja Vesturlönd til að senda sér skriðdreka og önnur þungavopn sem þeir segja nauðsynlegt til að vinna á Rússum. Það voru fagnaðarfundir með forseta Póllands og Úkraínu í Lviv í dag enda eru Pólverjar einir dyggustu stuðningsmenn Úkraínumanna í stríðinu við Rússland.AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti var þó sigurviss þegar hann ávarpaði Golden Globe verðlaunahátíðina í gærkvöldi. „Fyrri heimsstyrjöldin kostaði milljónir manna lífið. Seinni heimsstyrjöldin kostaði tugi milljóna manna lífið. Það verður engin þriðja heimsstyrjöld. Þetta er ekki þríleikur. Úkraína mun stöðva árás Rússa á land okkar. Okkur mun takast það með stuðningi alls hins frjálsa heims. Ég vona að þið verðið öll með okkur á degi sigursins, á degi sigurs okkar,“ sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu. Senda vestræna skriðdreka Zelenskyy hitti í dag þá Andrzej Duda forseta Póllands og Gitanas Nauséda forseta Litháens. Duda tilkynnti eftir fundinn að Pólverjar myndu senda Úkraínu að minnsta kosti fjórtán Leopard skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi. Duda segir fleiri ríki sem eiga Leopard skriðdreka þurfa einnig að þá til Úkraínu. Áður hafa ráðamenn í Finnlandi sagst tilbúnir að senda Leopard til Úkraínu. Um tvö þúsund slíkir skriðdrekar eru í notkun í þrettán ríkjum Evrópu en ríkisstjórn Þýskalands þyrfti að gefa heimild fyrir því að senda skriðdrekana til þriðja aðila eins og Úkraínu. Sjá einnig: Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Þá tilkynnti Risi Sunak forsætisráðherra Bretlands í dag að hann hefði skipað Ben Wallace varnarmálaráðherra að vinna með öðrum bandamönnum að því að aðstoða Úkraínumenn frekar. Meðal annars með því að útvega þeim skriðdreka. Breskir fjölmiðlar sögðu nýverið frá því að Bretar væru að skoða að senda breska Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Sunak staðfesti það þó ekki í dag. Gallinn er sá, samkvæmt frétt Guardian, að Bretar eiga tiltölulega fáa skriðdreka, eða 227, og geta því ekki sent marga til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir slíkum hergagnasendingum en forsvarsmenn þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínu hafa ekki viljað taka það skref af ótta við stigmögnun í átökunum. Hingað til hafa Rússar hafa Rússar hins vegar stigmagnað átökin burt séð frá því sem Vesturlönd gera. Bakhjarlar Úkraínu munu funda í Ramstein í Þýskalandi þann 20. janúar næstkomandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Litháen Pólland Tengdar fréttir Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30 Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30
Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07
Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36