„Að tapa á móti Val er ekkert til að skammast sín fyrir en ég er ekki sáttur með frammistöðuna“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2023 22:05 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar svekktur með frammistöðu Hattar í tuttugu og sjö stiga tapi gegn Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum. Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
„Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum.
Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira