Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 20:30 Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira