Woke fyrir heimilið Þórarinn Hjartarson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Stjórnsýsla Tjáningarfrelsi Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar