Miklu hættulegra að vera heima í sófanum en að fara í sjósund Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 22:31 Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, segir sjósund holla og góða hreyfingu. Fólk verði þó að hlusta vel á líkamann enda sé allt gott í hófi. Vísir Slysa- og bráðalæknir telur miklu hættulegra að hanga heima í sófanum í staðinn fyrir að fara út og hreyfa sig, til dæmis með því að skella sér í sjósund. Konum á miðjum aldri var ráðlagt að sleppa því að synda í köldu vatni í vikunni. Breska blaðið Telegraph fjallaði nýlega um að miðaldra konur þyrftu að sýna ýtrustu varúð við sund í köldu vatni. Rætt var við konu á sextugsaldri sem hlotið hafði alvarleg lungnaveikindi eftir slíkar æfingar. Sú var í góðu formi, þaulvön sjósundi og hafði reglulega keppt í þríþraut. Telegraph vísaði í grein í tímaritinu BMJ Case Reports, þar sem fram kemur að tiltekin tegund lungnabjúgs geti komið upp við sund. Samkvæmt greininni eru meiri líkur á veikindunum þegar synt er af ákefð og þá sérstaklega í köldu vatni. Keyrir streitukerfið upp Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, ræddi málið við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segist reglulega dýfa sér í kaldan sjó og lætur vel af. Kristín segir slíka hreyfingu af hinu góða en hins vegar verði ávallt að hlusta á líkamann. „Þetta keyrir streitukerfið svolítið upp fyrst og svo hjálpar fólki að fara í endurheimt í kjölfarið. Í endurheimt er svo mikið gróandi, ónæmiskerfið er virkt og mikil vellíðan og alls konar sem gerist í endurheimtinni. En það er þannig í lífinu að ef við reynum aldrei á kerfin okkar […] Þá erum við náttúrulega ekki að ræsa þessi kerfi okkar, eða efla kerfin okkar. Þannig að hæfileg ræsing, hæfileg streita, hæfilegt álag er mjög hollt fyrir okkur – og lífsnauðsynlegt.“ „Við þurfum að ræsa kerfin okkar“ Kristín leggur áherslu á að fólk eigi sjálfsögðu ekki að ofgera sér. Allt sé gott í hófi og fólk eigi að hlusta á líkamann. Hún segir að greinin, sem fjallað hefur verið um, benda til þess að um eitt einstakt tilfelli hafi verið að ræða. Skoða verði hlutina í heild enda geti utanaðkomandi þættir, til að mynda heilsa einstaklingsins, skipt máli. Taka þurfi slíkum hlutum með fyrirvara. „Ég tel að það sé miklu hættulegra að vera heima í sófanum heldur en að fara út og taka þátt í lífinu og hreyfa sig og vera til, lifa lífinu lifandi. Við þurfum að ræsa kerfin okkar en við eigum að vera í tengslum við okkur sjálf og finna hvernig okkur líður; hvort að þetta er að gera okkur gott eða hvort það er komið nóg.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sund Sjósund Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Breska blaðið Telegraph fjallaði nýlega um að miðaldra konur þyrftu að sýna ýtrustu varúð við sund í köldu vatni. Rætt var við konu á sextugsaldri sem hlotið hafði alvarleg lungnaveikindi eftir slíkar æfingar. Sú var í góðu formi, þaulvön sjósundi og hafði reglulega keppt í þríþraut. Telegraph vísaði í grein í tímaritinu BMJ Case Reports, þar sem fram kemur að tiltekin tegund lungnabjúgs geti komið upp við sund. Samkvæmt greininni eru meiri líkur á veikindunum þegar synt er af ákefð og þá sérstaklega í köldu vatni. Keyrir streitukerfið upp Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, ræddi málið við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segist reglulega dýfa sér í kaldan sjó og lætur vel af. Kristín segir slíka hreyfingu af hinu góða en hins vegar verði ávallt að hlusta á líkamann. „Þetta keyrir streitukerfið svolítið upp fyrst og svo hjálpar fólki að fara í endurheimt í kjölfarið. Í endurheimt er svo mikið gróandi, ónæmiskerfið er virkt og mikil vellíðan og alls konar sem gerist í endurheimtinni. En það er þannig í lífinu að ef við reynum aldrei á kerfin okkar […] Þá erum við náttúrulega ekki að ræsa þessi kerfi okkar, eða efla kerfin okkar. Þannig að hæfileg ræsing, hæfileg streita, hæfilegt álag er mjög hollt fyrir okkur – og lífsnauðsynlegt.“ „Við þurfum að ræsa kerfin okkar“ Kristín leggur áherslu á að fólk eigi sjálfsögðu ekki að ofgera sér. Allt sé gott í hófi og fólk eigi að hlusta á líkamann. Hún segir að greinin, sem fjallað hefur verið um, benda til þess að um eitt einstakt tilfelli hafi verið að ræða. Skoða verði hlutina í heild enda geti utanaðkomandi þættir, til að mynda heilsa einstaklingsins, skipt máli. Taka þurfi slíkum hlutum með fyrirvara. „Ég tel að það sé miklu hættulegra að vera heima í sófanum heldur en að fara út og taka þátt í lífinu og hreyfa sig og vera til, lifa lífinu lifandi. Við þurfum að ræsa kerfin okkar en við eigum að vera í tengslum við okkur sjálf og finna hvernig okkur líður; hvort að þetta er að gera okkur gott eða hvort það er komið nóg.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sund Sjósund Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59
„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25