Björgvin Páll og Landin spiluðu 250. landsleikinn sinn með eins dags millibili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2023 11:30 Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri í 250. landsleiknum sínum með Arnari Frey Arnarssyni. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson spilaði sinn 250. landsleik í sigri Íslands á Grænhöfðaeyjum í vikunni. Björgvin Páll er aðeins annar íslenski markvörðurinn sem nær að spila svo marga landsleiki og jafnframt er hann nú í hópi tíu leikjahæstu landsliðsmanna sögunnar. Björgvin Páll spilaði sinn fyrsta A-landsleik þann 1. nóvember 2003 gegn Pólverjum þar sem leikið var í Ólafsvík. Björgvin er nú kominn á sitt sextánda stórmót og sjöunda heimsmeistaramót með landsliðinu en hann hefur ekki misst af stórmóti síðan hann var fyrst valinn fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008. Björgvin hefur unnið tvenn verðlaun með íslenska landsliðinu, silfur á ÓL 2009 og brons á EM 2010. Svo skemmtilega vill til að annar frábær markvörður var einnig að ná sömu tímamótum með sínu landsliði. Daginn áður en Björgvin komst í íslensks 250. landsleikjahópinn þá komst danski markvörðurinn Niklas Landin Jacobsen í danska 250. landsleikjahópinn. Landin er þremur árum yngri en Björgvin Páll og lék sinn fyrsta landsleik árið 2008. Landin hefur lengi verið í hópi allra bestu markvarða heims en hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu á stórmótum þar af fjögur gull á ÓL (2016), HM (2019 og 2021) og EM (2012). Á meðan Björgvin Páll er í tíunda sæti yfir leikjahæstu Íslendinga þá er Landin komin alla leið upp í þriðja sætið á danska listanum. Það eru aðeins Lars Christiansen (338 landsleikir) og Hans Lindberg (284 leikir) sem hafa spilað fleiri landsleiki en hann. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Björgvin Páll er aðeins annar íslenski markvörðurinn sem nær að spila svo marga landsleiki og jafnframt er hann nú í hópi tíu leikjahæstu landsliðsmanna sögunnar. Björgvin Páll spilaði sinn fyrsta A-landsleik þann 1. nóvember 2003 gegn Pólverjum þar sem leikið var í Ólafsvík. Björgvin er nú kominn á sitt sextánda stórmót og sjöunda heimsmeistaramót með landsliðinu en hann hefur ekki misst af stórmóti síðan hann var fyrst valinn fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008. Björgvin hefur unnið tvenn verðlaun með íslenska landsliðinu, silfur á ÓL 2009 og brons á EM 2010. Svo skemmtilega vill til að annar frábær markvörður var einnig að ná sömu tímamótum með sínu landsliði. Daginn áður en Björgvin komst í íslensks 250. landsleikjahópinn þá komst danski markvörðurinn Niklas Landin Jacobsen í danska 250. landsleikjahópinn. Landin er þremur árum yngri en Björgvin Páll og lék sinn fyrsta landsleik árið 2008. Landin hefur lengi verið í hópi allra bestu markvarða heims en hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu á stórmótum þar af fjögur gull á ÓL (2016), HM (2019 og 2021) og EM (2012). Á meðan Björgvin Páll er í tíunda sæti yfir leikjahæstu Íslendinga þá er Landin komin alla leið upp í þriðja sætið á danska listanum. Það eru aðeins Lars Christiansen (338 landsleikir) og Hans Lindberg (284 leikir) sem hafa spilað fleiri landsleiki en hann. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten)
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira