Bjørnsen skúrkurinn hjá Norðmönnum sem féllu úr leik Smári Jökull Jónsson skrifar 25. janúar 2023 19:16 Sander Sagosen reynir að brjótast í gegnum vörn Spánverja. Vísir/EPA Spánverjar eru komnir í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Noregi í tvíframlengdum leik. Lokatölur 35-34 þar sem Norðmenn fóru illa að ráði sínu í lok venjulegs leiktíma. Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk. HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk.
HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti