Þekkti fórnarlömb sín ekki og tilefnið enn óljóst Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 10:34 Ellefu voru skotin til bana í Monterey Park og níu særðust. AP/Sarah Reingewirtz Hinn 72 ára gamli Huu Can Tran þekkti ekkert af þeim ellefu fórnarlömbum sínum sem hann skaut til bana í Monterey Park í Kaliforníu aðfaranótt síðasta sunnudag. Tran myrti ellefu manns og særði níu þegar hann skaut á hóp eldri borgara í danssal í bænum, þar sem verið var að halda upp á nýtt tunglár. Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36