Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barnaníðinginn Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 11:00 Bruno Martini var lengi í franska landsliðshópnum og spilaði til að mynda nokkrum sinnum gegn Íslandi. Getty/Dimitri Iundt Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti. Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic. HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic.
HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira