Söngvakeppnin fer fram í Gufunesi og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Kynnar keppninnar í ár verða Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson.
Vísir greindi frá nöfnum flytjenda í vikunni, sem hafði verið lekið. Ríkisútvarpið hefur nú birt endanlega lista af flytjendum og auk laganna sem flutt verða í keppninni.
Hægt er að hlusta á lögin á Söngvakeppnin.is
Þessi mæta til leiks í fyrri undanúrslitum 18. febrúar:
Stundum Snýst Heimurinn Gegn Þér / Sometimes the World´s Against You
- Flytjandi: BRAGI
- Lag: Bragi Bergsson, Joy Deb, Rasmus Palmgren og Aniela Eklund
Glötuð ást / Loose this dream
- Flytjandi: MÓA
- Lag: Móeiður Júníusdóttir
Þora / Brave Face
- Flytjandi: Benedikt
- Lag: Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir
Dómsdags Dans / Doomsday Dancing
- Flytjandi: Celebs
- Lag og texti: Celebs
Lifandi inni í mér / Power
- Flytjandi: Diljá
- Lag og texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir
Þessi mæta til leiks á síðara undanúrslitakvöldi 25. febrúar:
Óbyggðir / Terrified
- Flytjandi: Kristín Sesselja
- Lag: Kristín Sesselja Einarsdóttir, Tiril Beisland og Vetle Sigmundstad
OK
- Flytjandi: Langi Seli og Skuggarnir
- Lag: Langi Seli, Jón Skuggi og Erik Qvick
Ég styð þína braut / Together we grow
- Flytjendur: Silja Rós & Kjalar
- Lag: Silja Rós og Rasmus Olsen
Betri Maður / Impossible
- Flytjandi: Úlfar
- Lag: Rob Price og Úlfar Viktor Björnsson
Gleyma þér og dansa / Dancing Lonely
- Flytjandi: Sigga Ózk
- Lag: Klara Elias, Alma Goodman, David Mørup og James Gladius Wong
