Mossad beitti sjálfsprengidrónum í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2023 10:29 Skjáskot af myndbandi sem sýnir sprengingu í Isfahan í Íran um helgina. Ísraelar gerðu um helgina drónaárás á skotmörk í borginni Isfahan í Íran. Árásin er sögð hafa verið framkvæmd af leyniþjónustu Ísraels og hafa mögulega beinst gegn eldflaugaframleiðslu Írans. Her Írans er nokkuð umsvifamikill í Isfahan en þar má meðal annars finna Geimvísindarannsóknarmiðstöð Írans, sem Bandaríkin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna eldflaugaáætlunar Írans. Þarna eru einnig meðal annars framleiddar langdrægar og skammdrægar eldflaugar. Þá eru þar einnig fjórar smáar kjarnorkurannsóknarstöðvar sem Íranar fengu frá Kína á árum áður. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir heimildarmönnum miðilsins að Ísraelar hafi gert umrædda árás en Ísraelar hafa ekkert viljað staðfesta, eins og svo oft áður. New York Times segir nánar tiltekið að árásin hafi verið gert af Mossad, leyniþjónustu Ísraels. Þetta er þó í fyrsta sinn sem vitað er til þess að ný hægri sinnuð ríkisstjórn Benjamins Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, gerir árásir innan landamæra Írans. Hér að neðan má sjá myndband af einum dróna springa í Isfahan um helgina. Large explosion rocks Iran s Isfahan. Iranian regime s ammunition manufacturing plant was targeted by a possible UAV strike. pic.twitter.com/hTDwLcFJM9— Clash Report (@clashreport) January 28, 2023 Yfirvöld í Íran segja að þrír smáir drónar hafi verið notaðir til að árásarinnar á verksmiðjuna en að her Írans hafi varist árásinni. Því er haldið fram að einn dróni hafi verið skotinn niður en tveir hafi sprungið fyrir ofan vöruhús og skemmt þak þess lítillega. Þá segja Íranar að árásin hafi beinst gegn skotfæraverksmiðju í miðri Isfahan en sérfræðingar segja líklegra að um einhvers konar rannsóknarstöð hafi verið að ræða. Hvort árásin hafi misheppnast eða ekki er ekki ljóst að svo stöddu en Ísraelar eru taldir hafa gert þó nokkrar sambærilegar árásir í Íran á undanförnum árum. Tengdist ekki Úkraínu Heimildarmenn NYT segja að árásin tengist ekki því að yfirvöld í Rússlandi hafi leitað til Írana og vonist til þess að kaupa af þeim eldflaugar og kaupa af þeim mikið magn sjálfsprengidróna. Þess í stað eru Ísraelar sagðir hafa haft áhyggjur af eigin þjóðaröryggi. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndefni af árásinni á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Úkraínumenn hafi komið að henni. Bandaríkjamenn hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael og beðið þá um að aðstoða Úkraínumenn við að verjast innrás Rússa. Það hefur þó litlum árangri skilað. Rússar sjá að mestu um loftvarnir Sýrlands en þeir gera sjaldan tilraunir til að stöðva árásir Ísraels þar í landi vegna samkomulags við Ísraela. WSJ segir að tregðu Ísraela til að aðstoða Úkraínu megi að miklu leyti rekja til þess að Ísraelar óttist að þetta samkomulag yrði fellt úr gildi. Miðillinn segir þó að árásin í Isfahan muni líklegast koma niður á getu Írana til að aðstoða Rússa með vopnasendingum. Fjölga árásum í Íran Síðustu ríkisstjórnir Ísraels hafa fjölgað árásum innan landamæra Írans. Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í myndbandi sem sent var til NYT að hann hafi tekið þá ákvörðun á því ári sem hann sat í embætti að Íranar myndu gjalda fyrir árásir þeirra á Ísrael. Svarað yrði fyrir allar árásir gegn Ísrael og gyðingum um heiminn allan. Vísaði hann meðal annars til þess að íranski herinn hafi reynt að myrða ísraelska borgara á Kýpur árið 2021. Þá myrtu Ísraelar Sayad Khodayee, einn af yfirmönnum Byltingarvarða Írans sem talinn er hafa verið yfirmaður þeirrar herdeildar sem skipulagði hina meintu árás á Kýpur. Bennett segir að Bandaríkjamenn hafi gagnrýnt þessa stefnubreytingu Ísraels og sömuleiðis hafi þeir beðið um að fá að vita af drónaárásum og öðrum með fyrirvara. Því hafi Bennett hafnað í samtali við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Ísraels eru sagðir hafa deilt og þá sérstaklega eftir að Ísraelar sprengdu upp neðanjarðarbyrgi þar sem úran var auðgað í apríl 2021. Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Her Írans er nokkuð umsvifamikill í Isfahan en þar má meðal annars finna Geimvísindarannsóknarmiðstöð Írans, sem Bandaríkin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna eldflaugaáætlunar Írans. Þarna eru einnig meðal annars framleiddar langdrægar og skammdrægar eldflaugar. Þá eru þar einnig fjórar smáar kjarnorkurannsóknarstöðvar sem Íranar fengu frá Kína á árum áður. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir heimildarmönnum miðilsins að Ísraelar hafi gert umrædda árás en Ísraelar hafa ekkert viljað staðfesta, eins og svo oft áður. New York Times segir nánar tiltekið að árásin hafi verið gert af Mossad, leyniþjónustu Ísraels. Þetta er þó í fyrsta sinn sem vitað er til þess að ný hægri sinnuð ríkisstjórn Benjamins Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, gerir árásir innan landamæra Írans. Hér að neðan má sjá myndband af einum dróna springa í Isfahan um helgina. Large explosion rocks Iran s Isfahan. Iranian regime s ammunition manufacturing plant was targeted by a possible UAV strike. pic.twitter.com/hTDwLcFJM9— Clash Report (@clashreport) January 28, 2023 Yfirvöld í Íran segja að þrír smáir drónar hafi verið notaðir til að árásarinnar á verksmiðjuna en að her Írans hafi varist árásinni. Því er haldið fram að einn dróni hafi verið skotinn niður en tveir hafi sprungið fyrir ofan vöruhús og skemmt þak þess lítillega. Þá segja Íranar að árásin hafi beinst gegn skotfæraverksmiðju í miðri Isfahan en sérfræðingar segja líklegra að um einhvers konar rannsóknarstöð hafi verið að ræða. Hvort árásin hafi misheppnast eða ekki er ekki ljóst að svo stöddu en Ísraelar eru taldir hafa gert þó nokkrar sambærilegar árásir í Íran á undanförnum árum. Tengdist ekki Úkraínu Heimildarmenn NYT segja að árásin tengist ekki því að yfirvöld í Rússlandi hafi leitað til Írana og vonist til þess að kaupa af þeim eldflaugar og kaupa af þeim mikið magn sjálfsprengidróna. Þess í stað eru Ísraelar sagðir hafa haft áhyggjur af eigin þjóðaröryggi. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndefni af árásinni á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Úkraínumenn hafi komið að henni. Bandaríkjamenn hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael og beðið þá um að aðstoða Úkraínumenn við að verjast innrás Rússa. Það hefur þó litlum árangri skilað. Rússar sjá að mestu um loftvarnir Sýrlands en þeir gera sjaldan tilraunir til að stöðva árásir Ísraels þar í landi vegna samkomulags við Ísraela. WSJ segir að tregðu Ísraela til að aðstoða Úkraínu megi að miklu leyti rekja til þess að Ísraelar óttist að þetta samkomulag yrði fellt úr gildi. Miðillinn segir þó að árásin í Isfahan muni líklegast koma niður á getu Írana til að aðstoða Rússa með vopnasendingum. Fjölga árásum í Íran Síðustu ríkisstjórnir Ísraels hafa fjölgað árásum innan landamæra Írans. Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í myndbandi sem sent var til NYT að hann hafi tekið þá ákvörðun á því ári sem hann sat í embætti að Íranar myndu gjalda fyrir árásir þeirra á Ísrael. Svarað yrði fyrir allar árásir gegn Ísrael og gyðingum um heiminn allan. Vísaði hann meðal annars til þess að íranski herinn hafi reynt að myrða ísraelska borgara á Kýpur árið 2021. Þá myrtu Ísraelar Sayad Khodayee, einn af yfirmönnum Byltingarvarða Írans sem talinn er hafa verið yfirmaður þeirrar herdeildar sem skipulagði hina meintu árás á Kýpur. Bennett segir að Bandaríkjamenn hafi gagnrýnt þessa stefnubreytingu Ísraels og sömuleiðis hafi þeir beðið um að fá að vita af drónaárásum og öðrum með fyrirvara. Því hafi Bennett hafnað í samtali við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Ísraels eru sagðir hafa deilt og þá sérstaklega eftir að Ísraelar sprengdu upp neðanjarðarbyrgi þar sem úran var auðgað í apríl 2021.
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira