Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 28-32| Valur vann endurkomusigur á Nesinu Andri Már Eggertsson skrifar 31. janúar 2023 21:00 Björgvin Páll Gústavsson var mættur í markið hjá Val eftir HM Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32 . Grótta var yfir nánast allan leikinn en meistararnir sýndu klærnar á síðustu tíu mínútunum og náðu að snúa taflinu við. Valur komst í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir. Valur vann á endanum 28-32. Grótta tók frumkvæðið í leiknum og komst snemma tveimur mörkum yfir. Topplið Vals átti erfitt uppdráttar sérstaklega á fyrstu fimmtán mínútunum þar sem lítið sem ekkert gekk upp. Birgir Steinn Jónsson skoraði sex mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik að það hafi ekki verið mikið æft í janúar þar sem margir af hans leikmönnum voru að ná sér úr meiðslum. Valur byrjaði með Tryggva Garðar, Aron Dag og Arnór Snær í útlínunni. Róbert Aron Hostert var ekki með vegna meiðsla en Benedikt Gunnar og Magnús Óli komu inn á um miðjan fyrri hálfleik. Grótta komst fimm mörkum yfir 10-5 þegar tæplega átján mínútur voru liðnar og þá tók Snorri Steinn leikhlé. Valsmenn voru bæði að tapa boltanum og taka léleg skot. Björgvin Páll Gústavsson hafði ekki hrist af sér vonbrigðin á HM þar sem hann náði sér ekki á strik í markinu og Motoki Sakai kom í markið. Það var hart barist á Nesinu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur fann betri takt sóknarlega eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Grótta byrjaði síðari hálfleik ágætlega og heimamenn komust fimm mörkum yfir á nýjan leik 20-15. Eftir því sem leið á síðari hálfleik fór að halla undan fæti hjá Gróttu. Aron Dagur Pálsson skoraði tvö mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Grótta þurfti að hafa mikið fyrir hverju marki um miðjan síðari hálfleik og skoruðu nokkur mörk úr erfiðum stöðum eða boltinn lak inn. Meistararnir sýndu klærnar á síðustu tíu mínútunum og voru miskunarlausir. Vörnin small og Valur skoraði auðveld mörk. Valur vann á endanum fjögurra marka sigur 28-32 sem gaf ekki rétta mynd af leiknum þar sem Grótta spilaði vel nánast allan leikinn en kastaði inn handklæðinu undir lokin. Valur fagnaði sigri í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Valur? Grótta spilaði rassinn úr buxunum á síðustu þrettán mínútum leiksins. Heimamenn voru með afar góða stöðu en fóru illa með ansi mörg dauðafæri ásamt því datt varnarleikurinn niður og Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, gat ekki haldið sínum mönnum á floti líkt og hann gerði fyrr í leiknum. Valur vann síðustu þrettán mínúturnar 3-10. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið að glíma við meiðsli í ristinni og byrjaði á bekknum. Benedikt kom síðan inn á og tók yfir leikinn. Benedikt skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Vals og endaði með 13 mörk. Benedikt tók þar af sjö víti og skoraði úr þeim öllum. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, átti ekki skilið að tapa þessum leik. Einar var frábær í markinu og varði 14 skot og þar af mörg dauðafæri. Hvað gekk illa? Daníel Örn Griffin átti tvö hræðileg atvik. Í stöðunni 26-26 þá var enginn í marki Vals og eina sem hann þurfti að gera var að setja boltann yfir varnarmenn Vals sem voru að hlaupa til baka. En Daníel þrumaði beint í hávörnina í stað þess að vippa boltanum bara auðveldlega í markið. Fjórum mínútum seinna tók Daníel eitt lélegasta víti sem ég hef séð í efstu deild. Valur var tveimur mörkum yfir og Gróttu vantaði sárlega mark. Daníel skaut áberandi langt framhjá og besta leiðin til að útskýra vítið er að ímynda sér að einhver sé að kasta handbolta í fyrsta sinn á ævinni og þá yrði niðurstaðan sennilega sú sama. Daníel Griffin skoraði sex mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Hvað gerist næst? Valur og FH mætast í Origo-höllinni á föstudaginn klukkan 18:00. Stjarnan og Grótta mætast næsta sunnudag í TM-höllinni klukkan 19:30. Róbert: Því miður er leikurinn 60 mínútur Róbert Gunnarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Tölurnar í lokin gefa ekki rétta mynd af leiknum. Það var leiðinlegt að tapa með fjórum mörkum. Við vildum vinna og mér fannst við spila vel heilt yfir og ég er vanalega alltaf fúll eftir tapleiki en í kvöld er ég stoltur af strákunum,“ sagði Róbert Gunnarsson eftir leik. Róbert var ánægður með fyrri hálfleik þar sem Grótta spilaði afar vel og var þremur mörkum yfir í hálfleik. „Vörnin var gríðarlega góð. Við héldum góðu flæði sóknarlega og þegar við lentum í vandræðum sóknarlega þá fengum við gott einstaklingsframtak. Það gekk mjög vel í 40-50 en því miður er leikurinn 60 mínútur.“ Leikur Gróttu hrundi á síðustu 13 mínútunum og Róbert var sammála um að hans menn hafi verið sjálfum sér verstir. „Við höfum sýnt það að við getum spilað í 60 mínútur og unnið stig í vonlausri stöðu en það tókst ekki núna og mér fannst við kasta þessu frá okkur í kvöld,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Grótta Valur
Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32 . Grótta var yfir nánast allan leikinn en meistararnir sýndu klærnar á síðustu tíu mínútunum og náðu að snúa taflinu við. Valur komst í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir. Valur vann á endanum 28-32. Grótta tók frumkvæðið í leiknum og komst snemma tveimur mörkum yfir. Topplið Vals átti erfitt uppdráttar sérstaklega á fyrstu fimmtán mínútunum þar sem lítið sem ekkert gekk upp. Birgir Steinn Jónsson skoraði sex mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik að það hafi ekki verið mikið æft í janúar þar sem margir af hans leikmönnum voru að ná sér úr meiðslum. Valur byrjaði með Tryggva Garðar, Aron Dag og Arnór Snær í útlínunni. Róbert Aron Hostert var ekki með vegna meiðsla en Benedikt Gunnar og Magnús Óli komu inn á um miðjan fyrri hálfleik. Grótta komst fimm mörkum yfir 10-5 þegar tæplega átján mínútur voru liðnar og þá tók Snorri Steinn leikhlé. Valsmenn voru bæði að tapa boltanum og taka léleg skot. Björgvin Páll Gústavsson hafði ekki hrist af sér vonbrigðin á HM þar sem hann náði sér ekki á strik í markinu og Motoki Sakai kom í markið. Það var hart barist á Nesinu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur fann betri takt sóknarlega eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Grótta byrjaði síðari hálfleik ágætlega og heimamenn komust fimm mörkum yfir á nýjan leik 20-15. Eftir því sem leið á síðari hálfleik fór að halla undan fæti hjá Gróttu. Aron Dagur Pálsson skoraði tvö mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Grótta þurfti að hafa mikið fyrir hverju marki um miðjan síðari hálfleik og skoruðu nokkur mörk úr erfiðum stöðum eða boltinn lak inn. Meistararnir sýndu klærnar á síðustu tíu mínútunum og voru miskunarlausir. Vörnin small og Valur skoraði auðveld mörk. Valur vann á endanum fjögurra marka sigur 28-32 sem gaf ekki rétta mynd af leiknum þar sem Grótta spilaði vel nánast allan leikinn en kastaði inn handklæðinu undir lokin. Valur fagnaði sigri í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Valur? Grótta spilaði rassinn úr buxunum á síðustu þrettán mínútum leiksins. Heimamenn voru með afar góða stöðu en fóru illa með ansi mörg dauðafæri ásamt því datt varnarleikurinn niður og Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, gat ekki haldið sínum mönnum á floti líkt og hann gerði fyrr í leiknum. Valur vann síðustu þrettán mínúturnar 3-10. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið að glíma við meiðsli í ristinni og byrjaði á bekknum. Benedikt kom síðan inn á og tók yfir leikinn. Benedikt skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Vals og endaði með 13 mörk. Benedikt tók þar af sjö víti og skoraði úr þeim öllum. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, átti ekki skilið að tapa þessum leik. Einar var frábær í markinu og varði 14 skot og þar af mörg dauðafæri. Hvað gekk illa? Daníel Örn Griffin átti tvö hræðileg atvik. Í stöðunni 26-26 þá var enginn í marki Vals og eina sem hann þurfti að gera var að setja boltann yfir varnarmenn Vals sem voru að hlaupa til baka. En Daníel þrumaði beint í hávörnina í stað þess að vippa boltanum bara auðveldlega í markið. Fjórum mínútum seinna tók Daníel eitt lélegasta víti sem ég hef séð í efstu deild. Valur var tveimur mörkum yfir og Gróttu vantaði sárlega mark. Daníel skaut áberandi langt framhjá og besta leiðin til að útskýra vítið er að ímynda sér að einhver sé að kasta handbolta í fyrsta sinn á ævinni og þá yrði niðurstaðan sennilega sú sama. Daníel Griffin skoraði sex mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Hvað gerist næst? Valur og FH mætast í Origo-höllinni á föstudaginn klukkan 18:00. Stjarnan og Grótta mætast næsta sunnudag í TM-höllinni klukkan 19:30. Róbert: Því miður er leikurinn 60 mínútur Róbert Gunnarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Tölurnar í lokin gefa ekki rétta mynd af leiknum. Það var leiðinlegt að tapa með fjórum mörkum. Við vildum vinna og mér fannst við spila vel heilt yfir og ég er vanalega alltaf fúll eftir tapleiki en í kvöld er ég stoltur af strákunum,“ sagði Róbert Gunnarsson eftir leik. Róbert var ánægður með fyrri hálfleik þar sem Grótta spilaði afar vel og var þremur mörkum yfir í hálfleik. „Vörnin var gríðarlega góð. Við héldum góðu flæði sóknarlega og þegar við lentum í vandræðum sóknarlega þá fengum við gott einstaklingsframtak. Það gekk mjög vel í 40-50 en því miður er leikurinn 60 mínútur.“ Leikur Gróttu hrundi á síðustu 13 mínútunum og Róbert var sammála um að hans menn hafi verið sjálfum sér verstir. „Við höfum sýnt það að við getum spilað í 60 mínútur og unnið stig í vonlausri stöðu en það tókst ekki núna og mér fannst við kasta þessu frá okkur í kvöld,“ sagði Róbert að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti