Dagur skrifa'i undor tveggja ára samning við félagið og mun því leika með Orlando City út tímabilið 2024. Samningurinn felur þó í sér þann möguleika að framlengja til ársins 2026.
From the land of fire and ice 🔥 🧊
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) January 31, 2023
Orlando City SC acquires Icelandic National Team midfielder Dagur Dan Thórhallsson.
Dagur er 22 ára gamall og lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks er liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á seinasta tímabili. Hann gekk í raðir Breiðabliks frá Fylki fyrir tímabilið, en er alinn upp hjá Haukum. Þá hefur hann einnig verið á mála hjá Gent í Belgíu og Mjöndalen í Noregi.
Með Breiðablik skoraði hann níu mörk í 25 deildarleikjum á seinasta tímabili og fékk í kjölfarið sín fyrstu tækifæri með íslenska A-landsliðinu í æfingaleikjum gegn Suður-Kóreu og Sádí-Arabíu.