Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 20:01 Sigmundur Stefánsson, afmælisbarn og hlaupari, í íþróttahöll Selfoss í dag. Vísir/Egill Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin. Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin.
Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira