Messi útilokar ekki að spila á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi fagnar heimsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Frakklandi í úrslitaleiknum á HM í Katar. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi ætlaði að kveðja argentínska landsliðsins á HM í Katar en það breyttist mikið eftir að hann vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið. Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Sjá meira
Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Sjá meira