Verslunin Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum og vinnur teikningar út frá myndum af rýminu. Úlfar Finsen, eigandi verslunarinnar Módern ræddi við Rut um áherslur í innanhússhönnun í dag. Þau ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks og Rut gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum, uppröðun, liti og áferð.
Rut segir meðal annars tilgang stofunnar á heimilum hafa breyst í tímans rás. Það sé ekki endilega sniðugt að hanna stofuna eingöngu fyrir veisluhöld og partý. Gestir sitji langoftast áfram við borðstofuborðið eftir matarboð og stofan er notuð af fjölskyldumeðlimum til að horfa á sjónvarp, vinna í tölvunni, lesa og slappa af.

„Mér finnst alltaf skemmtilegast að allir sem sitji í stofunni horfi í fallegustu og bestu áttina og raði stofunni upp þannig,“ segir Rut og bendir á að henni finnist að sjónvarp ætti síður að sjást frá götunni, það sé ekki skemmtilegt að horfa í hnakkann á íbúum.
„Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að það sé fallegt að horfa heim að húsum,“ segir hún. Hlýlegt andrúmsloft og róleg stemning eru hennar útgangspunktar í allri hönnun. „Mér finnst skemmtilegt þegar búin er til mismunandi stemning með húsgögnum út um allt húsið.

Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu,“ segir Rut.

Láta sérframleiða húsgögn fyrir viðskiptavini
Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum og þar er hægt að fá sérpöntuð húsgögn sem eru sérframleidd alveg eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins.

„Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Til okkar má alltaf koma með myndir og teikningar og við hjálpum viðskiptavinum að velja og raða saman möguleikum,“ segir Úlfar Finsen en hann stofnaði Módern árið 2006 með það að leiðarljósi að bjóða það besta í Evróprskri húsgagnahönnun og framleiðslu.

„Húsgögnin sem við seljum eru vönduð og framleidd af mikilli nákvæmni af leiðandi handverksfólki.
„Okkar virtustu vörumerki koma meðal annars frá Ítalíu, Danmörku og Þýskalandi. Frá Ítalíu eru það Minotti, Flexform, Baxter og Poliform og ljós frá Nemo. Frá Danmörku eru það framleiðendurnir Wendelbo, Kristensen & Kristensen og Handvark og frá Þýskalandi, Cor og Rolf Benz."
Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði," segir Úlfar.
