Jafnræði ríkti á með liðunum í upphafi leiks og liðin skiptust á að hafa forystuna. Gestirnir í Fredericis skoruðu hins vegar þrjú af seinustu fjórum mörkum fyrri hálfleiksins og staðan var því 12-14 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Eftir að hafa misst frá sér forskotið á fyrstu mínútum síðari hálfleiksins náðu gestirnir í Fredericia aftur tökum á leiknum og náðu fimm marka forskoti í stöðunni 17-22. Það forskot lét liðið aldrei af hendi og niðurstaðan varð fimm marka sigur Fredericia, 22-27.
Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað fyrir Fredericia sem situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig eftir jafn marga leiki, sex stigum meira en SønderjyskE sem situr í tíunda sæti.