„Án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“ Sigmar Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2023 23:00 23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Fiskeldi Viðreisn Sjókvíaeldi Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og nýting svæða sem vinna gegn því auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi "án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda". Ótrúlegt alveg að í skýrslu sem nær til áranna 2014-2018 skuli þetta vera niðurstaðan, „án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“. Þessi setning, frá annars orðvörum ríkisendurskoðanda, er sláandi. Hér hefur byggst upp heil atvinnugrein, sem stækkar ár frá ári, stjórnlaust. Stundum í óþökk náttúrunnar í gegndarlausu kapphlaupi um svæði, nánast án eftirlits eða eðlilegrar gjaldtöku og án þess að stjórnvöld hafi haft mikinn áhuga á umræðu eða hafi beitt sér fyrir því að lög og reglur skapi tilhlýðilegan ramma um atvinnugrein sem skilar tugum milljarða í þjóðarbúið. Hér er látið reka á reiðanum. Framtíðarsýnin fyrir greinina er engin, enda kom þetta metnaðarleysi glögglega í ljós í svörum forsætisráðherra um skýrsluna á Alþingi eftir að skýrslan varð opinber. Í svörum verkstjóra ríkisstjórnarinnar til rúmra fimm ára var það gert að aðalatriði málsins að matvælaráðherra hefði óskað eftir umræddri skýrslu fyrir ári. Hvað með öll hin valdaárin frá 2018 þegar fiskeldið óx úr 12 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn? Núverandi félagsmálaráðherra VG var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili og umhverfisráðuneytið fær sinn skerf af athugasemdum í skýrslunni og einnig undirstofnun. Að ógleymdri athugasemdinni um ráðuneytin sem ekki tala saman þrátt fyrir að deila forræði á greininni. Forsætisráðherra verkstýrði þá aðgerðaleysinu. Eina aðkoma flokksins að málinu er svo sannarlega ekki að biðja um skýrslu. Er hægt að verja margra ára stefnu og aðgerðarleysi með því að óska eftir skýrslu til að flétta ofan af eigin vangetu og aðgerðarleysi. Er það eitthvað til hreykja sér af að hafa hringt á slökkviliðið á fimmta ári, eftir að hafa horft aðgerðarlaus á eldinn í fjögur ár og kastað tilfallandi sprekum á bálið? Þessi mikilvæga atvinnugrein á betra skilið. Hún á skilið umgjörð sem gerir henni fært að blómstra í sátt við umhverfi sitt, náttúruna og fólkið í landinu. Stjórnsýsla og eftirlit þarf að vera í lagi og það þarf að finna leið til sanngjarnrar gjaldtöku og ekki verra ef slík gjaldtaka renni að talsverðu leiti til nærsamfélaga. Á þetta hefur ítrekað verið bent að hálfu míns flokks og löngu tímabært að stíga þau skref. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun