„Munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 23:15 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat verið stoltur af sínu liði þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
„Það eru bara svona blendin viðbrögð held ég. Ég er auðvitað bara stoltur af strákunum að gera þetta að alvöru leik og vera yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Hitt er bara að ég er mjög fúll að hafa ekki sett þá undir aðeins meiri pressu. Svo auðvitað gengu þeir bara á lagið og við gáfum aðeins eftir. Kannski vantaði bara kíló og munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós þegar fór að líða á leikinn.“ Snorri talaði einnig um að honum þætti liðið eiga inni, rétt eins og Alexander Örn Júlíusson, leikmaður liðsins, gerði í sínu viðtali eftir leik. „Mér fannst eins og í hálfleik sérstaklega við alveg eiga inni. Ég efast svo sem ekkert um að þjálfari Felnsburg segi það sama að þeir eigi eitthvað inni, en það eru alveg einhver smá tækifæri. Þeir eru með marga stráka sem voru á HM og fimm eða sex heimsmeistara og maður þekkir það alveg sjálfur að það er erfitt að koma sér í gang eftir svona þannig að því leytinu til voru tækifæri þarna.“ „Við hefðum alveg getað náð í betri leik. Við erum í veseni varnarlega og annað slíkt og erum ekkert að hjálpa Bjögga neitt mikið.“ Þá nýtti Snorri tækifærið til að hvetja alla Valsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina að viku liðinni þegar Valur tekur á móti Benidorm í gríðarlega mikilvægum leik í B-riðli Evrópudeildarinnar. „Bara ekki spurning. Næstu tveir leikir [eru gríðarlega mikilvægir]. Þessi riðill er bara að spilast þannig að þetta eru bara okkar úrslitaleikir. Við getum ekkert orðað það eitthvað öðruvísi. Þannig viljum við bara hafa það og við erum bara komnir í þá stöðu að spila úrslitaleiki um að komast áfram upp úr riðlinum. Það eitt og sér er bara geggjað og við eigum að vera ánægðir með það og njóta þess að vera í þannig stöðu. Svo þurfum við bara að biðla til fólks. Til Valsara og allra bara plís mæta,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26 Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. 7. febrúar 2023 22:26
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30