„Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Róbert Hafliðason er stýrimaður og skipstjóri á Víkingi AK. Sigurjón Ólason Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Sundahöfn í Reykjavík í dag þar sem verið var að búa tvö skip Brims til loðnuveiða, Víking og Venus. „Nú er bara vertíðin að fara á fullt. Loksins kominn rétti tíminn. Víkingur fer út núna á eftir,“ sagði Garðar Svavarsson, forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims í viðtali á Skarfabakka. Garðar Svavarsson er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims .Sigurjón Ólason „Nú er komið að kallinu,“ sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Víkingi, og sagði menn spennta. „Það er alltaf spenna að byrja á nótinni,“ sagði hann. Lykilatriði er að ná loðnunni sem verðmætastri. „Það styttist núna í að hún nái fullum þroska fyrir Japansmarkað. Svo þurfum við að bíða aðeins lengur eftir að við getum farið að vinna hrogn úr henni,“ sagði Garðar. Þetta snýst um hrognaprósentu. „Hún var ekki nógu há, hrognaprósentan, þarna norðar, sögðu þeir. Hún er eitthvað hærri þarna sunnar,“ sagði Róbert. Víkingur AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.Sigurjón Ólason „Veðrið er bara að stríða okkur, þessa dagana. En það er bara eins og alltaf,“ sagði Garðar. -Hvert á svo að fara? „Við ætlum að drífa okkur allavega austur, fyrir brælu. Reyna að komast þangað. Svo verður bræla, held ég, fram á sunnudag, eða eitthvað. Það eru alltaf brælur í kortunum. Það er bara lægðagangur og ógeð,“ sagði stýrimaðurinn Róbert. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir jól um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Veður Reykjavík Akranes Vopnafjörður Tengdar fréttir Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30