Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur.
Framkvæmdastjóri Rauða krossins kemur í myndver í beina útsendingu og ræðir stöðuna á hamfarasvæðunum, nú þegar rétt um vika er liðin frá því skjálftinn reið yfir.
Þá heyrum við í þingmanni stjórnarandstöðunnar um umdeilt myndband ferðaskrifstofu frá Venesúela, hittum íbúa í smáhýsi í Reykjavík sem lýsir slæmum aðbúnaði og ónæði - og Magnús Hlynur kíkir á knattspyrnugoðsögnina Messi á Hvolsvelli. Þetta og fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.