Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 00:00 Morðinginn Payton Gendron les upp stutta yfirlýsingu í dómsal þar sem hann bað fórnarlömb sín fyrirgefningar. AP/Derek Gee/The Buffalo News Ríkisdómstóll í New York dæmdi hvítan þjóðernissinna sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í borginni Buffalo í fyrra í lífstíðarfangelsi í dag. Karlmaður sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna reyndi að ráðast á sakborninginn. Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46