Loðnuhrognin og fullnýting sjávarfangs Svanur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2023 07:01 Þessa stundina er sjávarútvegurinn að undirbúa sig undir loðnuvertíð. Ekki er á vísan að róa enda óvíst hvað leyft verður að veiða mikið, hvort næst að veiða þegar loðnan er verðmætust og hvaða staða er á mörkuðum. Síðustu ár hefur það gerst oftar en einu sinni að loðnuvertíðin er blásin af í heilu lagi. Þá sitja hinar gríðarlegu fjárfestingar sem verða að vera tiltækar aðgerðalausar og allt markaðsstarf í óvissu. Þetta er nú það sem sjávarútvegurinn verður að búa við. Miklar áskoranir eru í íslenskum sjávarútvegi nú sem endranær. Ástand fiskistofna er þar kannski fyrirferðamest enda veltur allt á að sjálfbærar veiðar verði tryggðar. Grundvöllur þess er að Hafrannsóknarstofnun sé fær um að stunda nauðsynlegar vísindarannsóknir, ekki einungis til að þjónusta sjávarútveginn heldur til að auka skilning á lífríki sjávar. Leit að loðnu til að geta metið veiðikvótann er að stórum hluta fjármögnuð af sjávarútvegsfyrirtækjunum sjálfum. Allt veltur á nokkrum dögum Að margra dómi er þó erfiðast að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra sjávarafurða. Það er ekki sjálfgefið að Íslendingar geti selt sinn fisk á háu verði, margir eru um hituna og njóta sumir hverjir styrkja og stuðning sem skekkir samkeppni gríðarlega. Um leið þarf sjávarútvegurinn að standa einn og óstuddur í vöruþróun. Nú þegar loðnuvertíð er framundan þarf að tryggja sem hæst verð fyrir afurðirnar og í raun má ekkert út af bregða. Erfiðast af öllu er að hrognavertíðin stendur einungis í 10 til 20 daga ár hvert þegar allra veðra er von á vetrarvertíðinni. Á sínum tíma réðust útgerðarmenn í Vestmannaeyjum í það frumkvöðlastarf að reyna að gera verðmæta vöru úr loðnuhrognum. Sú þróun byggði að mestu á íslensku hugviti starfsmanna uppsjávarfyrirtækjanna og iðnaðarmanna þeirra fyrirtækja sem þjónuðu sjávarútveginum. Um leið urðu sölumenn að finn markað fyrir vöruna. Uppbyggingin var þannig algerlega byggð á innlendu hugviti og þekkingu á sölu- og markaðsstarfi. Nú er svo komið að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru markaðsráðandi á heimsvísu í framleiðslu loðnuhrogna. Ætla má að 95 % til 100% heimsframleiðslunnar á hverju ári sé í sjávarþorpum Íslands. En það er mikið í húfi fyrir fyrir íslenskt þjóðarbú. Verðmæti hrognaframleiðslu síðustu tvo áratugi er um 120 milljarðar króna, eða um 5 milljarðar að meðaltali ár hvert. Það er því mikið undir. Kvótakerfið tryggir meiri verðmæti Kvótakerfið og það samspil sem þar hefur verið milli útgerðar, vinnslu og markaðsstarfs - sem er einstakt í hinum alþjóðlega sjávarútvegsiðnaði - hefur kallað eftir hagræðingu og aukinni nýtingu. Þar er að leita skýringa á því að við Íslendingar höfum stöðugt náð meiri verðmætum út úr þeim fiski sem við veiðum enda nauðsynlegt til þess að standa undir auknum kröfum um framlegð og nýtingu hráefnisins. Þetta sýnir nýting loðnuhrogna vel en það á einnig við um fleiri sjávarafurðir Þessi nýtingarkrafa birtist í fiskvinnslu landsins, hvort sem hún fer fram úti á sjó eða í landi en nýjum fjárfestingum er ætlað að tryggja betri meðhöndlun hráefnisins og aukinni verðmætasköpun. Við erum komin ansi langt frá því sem var fyrir daga kvótakerfisins þegar fiskurinn ónýttist oftar en ekki í höndum sjómanna vegna ónógs undirbúnings, lélegs tækjakosts og frumstæðra vinnubragða. Aðeins hluti fisksins var nýttur. Þekking og kunnátta var bara ekki meiri á þessum tíma en sem betur fer hefur orðið breyting á. Í dag stöndum við Íslendingar hvað fremst í heiminum við að nýta það sem upp úr sjónum kemur, um það þarf ekki að deila. Margir eru hins vegar lítið upplýstir um þetta eða hafa einfaldlega ekki áhuga á því. Fjöldi fullnýtingarfyrirtækja Út um allt land er vaxandi fjöldi fyrirtækja sem vinna verðmæti úr hliðarafurðum sjávarafurða. Sjálfsagt mætti kalla þau fullnýtingarfélög en þessi félög eru utan hins hefðbundna sjávarútvegs þó þau sæki þangað fjármögnun, þekkingu og stuðning. Óhætt er að segja að frumkvæðið að fullnýtingu komi frá sjávarútveginum sjálfum og fyrirtækjum landsins eins og gerðist með loðnuhrognin. Þar eiga stjórnmálamenn og stjórnvöld litla aðkomu þó þessir aðilar hampi gjarnan niðurstöðunni. Í rannsókn Íslenska sjávarklasans fyrir tveimur árum kom fram að svo virðist sem engin önnur þjóð í okkar heimshluta komast nálægt Íslandi í sérhæfingu á þessu sviði, fjölda fyrirtækja og hlutfalli nýtingar á fiski. Fullvinnsla hliðarafurða er skilgreind sem nýting á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Það má alveg velta fyrir sér hvort sú skilgreining lifi lengi enda fást stöðugt meiri verðmæti úr öðrum hlutum fisksins, þökk sé stöðugri þróun og markaðsvinnu viðkomandi fyrirtækja. Eina haldbæra ástæðan fyrir því að nefna nýtingu annarra hluta fisksins hliðarafurðir er að enn í dag er þessum afurðum hent í flestum löndum. Þótt nýting fisks hér á landi sé mun betri en í öðrum löndum má enn auka hlutfall hliðarafurða sem eru nýttar hérlendis. Samkvæmt fyrrgreindum athugunum Sjávarklasans nýta Íslendingar um 80% af hverjum hvítfiski en sambærilegar tölur fyrir nágrannalönd okkar benda til þess að nýting í þeim löndum sé um 45 til 55%. Munurinn er sláandi en þarna er um veruleg verðmæti að ræða sem fara því miður í súginn hjá öðrum þjóðum. Okkar sjávarútvegur hefur þar mikið fram að færa í þekkingu og tækni. Útflutningstölur segja sína sögu um þetta en velta í lýsisframleiðslu nam röskum 11,2 milljörðum króna á árinu 2018. Velta í sölu þurrkaðra eða frystra hausa var tæpir 4,7 milljarðar og í lifrarvinnslu tæplega 3,7 milljarðar sama ár. Velta í hrognaframleiðslu var rösklega 1,2 milljarðar. Útflutningur á marningi og fiskafskurði nam um 1,6 milljörðum. Þau fyrirtæki, sem sinna bróðurparti niðursuðu á lifur, lýsisframleiðslu, þurrkun og hrognavinnslu eru tæplega 20 talsins. Þessi fyrirtæki velta á þriðja tug milljarði króna. Mörg þessi fyrirtæki eiga sér langa sögu og hafa fest sig í sessi á alþjóðlegum mörkuðum og nýta styrkleika íslenska sjávarútvegsins. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þessa stundina er sjávarútvegurinn að undirbúa sig undir loðnuvertíð. Ekki er á vísan að róa enda óvíst hvað leyft verður að veiða mikið, hvort næst að veiða þegar loðnan er verðmætust og hvaða staða er á mörkuðum. Síðustu ár hefur það gerst oftar en einu sinni að loðnuvertíðin er blásin af í heilu lagi. Þá sitja hinar gríðarlegu fjárfestingar sem verða að vera tiltækar aðgerðalausar og allt markaðsstarf í óvissu. Þetta er nú það sem sjávarútvegurinn verður að búa við. Miklar áskoranir eru í íslenskum sjávarútvegi nú sem endranær. Ástand fiskistofna er þar kannski fyrirferðamest enda veltur allt á að sjálfbærar veiðar verði tryggðar. Grundvöllur þess er að Hafrannsóknarstofnun sé fær um að stunda nauðsynlegar vísindarannsóknir, ekki einungis til að þjónusta sjávarútveginn heldur til að auka skilning á lífríki sjávar. Leit að loðnu til að geta metið veiðikvótann er að stórum hluta fjármögnuð af sjávarútvegsfyrirtækjunum sjálfum. Allt veltur á nokkrum dögum Að margra dómi er þó erfiðast að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra sjávarafurða. Það er ekki sjálfgefið að Íslendingar geti selt sinn fisk á háu verði, margir eru um hituna og njóta sumir hverjir styrkja og stuðning sem skekkir samkeppni gríðarlega. Um leið þarf sjávarútvegurinn að standa einn og óstuddur í vöruþróun. Nú þegar loðnuvertíð er framundan þarf að tryggja sem hæst verð fyrir afurðirnar og í raun má ekkert út af bregða. Erfiðast af öllu er að hrognavertíðin stendur einungis í 10 til 20 daga ár hvert þegar allra veðra er von á vetrarvertíðinni. Á sínum tíma réðust útgerðarmenn í Vestmannaeyjum í það frumkvöðlastarf að reyna að gera verðmæta vöru úr loðnuhrognum. Sú þróun byggði að mestu á íslensku hugviti starfsmanna uppsjávarfyrirtækjanna og iðnaðarmanna þeirra fyrirtækja sem þjónuðu sjávarútveginum. Um leið urðu sölumenn að finn markað fyrir vöruna. Uppbyggingin var þannig algerlega byggð á innlendu hugviti og þekkingu á sölu- og markaðsstarfi. Nú er svo komið að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru markaðsráðandi á heimsvísu í framleiðslu loðnuhrogna. Ætla má að 95 % til 100% heimsframleiðslunnar á hverju ári sé í sjávarþorpum Íslands. En það er mikið í húfi fyrir fyrir íslenskt þjóðarbú. Verðmæti hrognaframleiðslu síðustu tvo áratugi er um 120 milljarðar króna, eða um 5 milljarðar að meðaltali ár hvert. Það er því mikið undir. Kvótakerfið tryggir meiri verðmæti Kvótakerfið og það samspil sem þar hefur verið milli útgerðar, vinnslu og markaðsstarfs - sem er einstakt í hinum alþjóðlega sjávarútvegsiðnaði - hefur kallað eftir hagræðingu og aukinni nýtingu. Þar er að leita skýringa á því að við Íslendingar höfum stöðugt náð meiri verðmætum út úr þeim fiski sem við veiðum enda nauðsynlegt til þess að standa undir auknum kröfum um framlegð og nýtingu hráefnisins. Þetta sýnir nýting loðnuhrogna vel en það á einnig við um fleiri sjávarafurðir Þessi nýtingarkrafa birtist í fiskvinnslu landsins, hvort sem hún fer fram úti á sjó eða í landi en nýjum fjárfestingum er ætlað að tryggja betri meðhöndlun hráefnisins og aukinni verðmætasköpun. Við erum komin ansi langt frá því sem var fyrir daga kvótakerfisins þegar fiskurinn ónýttist oftar en ekki í höndum sjómanna vegna ónógs undirbúnings, lélegs tækjakosts og frumstæðra vinnubragða. Aðeins hluti fisksins var nýttur. Þekking og kunnátta var bara ekki meiri á þessum tíma en sem betur fer hefur orðið breyting á. Í dag stöndum við Íslendingar hvað fremst í heiminum við að nýta það sem upp úr sjónum kemur, um það þarf ekki að deila. Margir eru hins vegar lítið upplýstir um þetta eða hafa einfaldlega ekki áhuga á því. Fjöldi fullnýtingarfyrirtækja Út um allt land er vaxandi fjöldi fyrirtækja sem vinna verðmæti úr hliðarafurðum sjávarafurða. Sjálfsagt mætti kalla þau fullnýtingarfélög en þessi félög eru utan hins hefðbundna sjávarútvegs þó þau sæki þangað fjármögnun, þekkingu og stuðning. Óhætt er að segja að frumkvæðið að fullnýtingu komi frá sjávarútveginum sjálfum og fyrirtækjum landsins eins og gerðist með loðnuhrognin. Þar eiga stjórnmálamenn og stjórnvöld litla aðkomu þó þessir aðilar hampi gjarnan niðurstöðunni. Í rannsókn Íslenska sjávarklasans fyrir tveimur árum kom fram að svo virðist sem engin önnur þjóð í okkar heimshluta komast nálægt Íslandi í sérhæfingu á þessu sviði, fjölda fyrirtækja og hlutfalli nýtingar á fiski. Fullvinnsla hliðarafurða er skilgreind sem nýting á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Það má alveg velta fyrir sér hvort sú skilgreining lifi lengi enda fást stöðugt meiri verðmæti úr öðrum hlutum fisksins, þökk sé stöðugri þróun og markaðsvinnu viðkomandi fyrirtækja. Eina haldbæra ástæðan fyrir því að nefna nýtingu annarra hluta fisksins hliðarafurðir er að enn í dag er þessum afurðum hent í flestum löndum. Þótt nýting fisks hér á landi sé mun betri en í öðrum löndum má enn auka hlutfall hliðarafurða sem eru nýttar hérlendis. Samkvæmt fyrrgreindum athugunum Sjávarklasans nýta Íslendingar um 80% af hverjum hvítfiski en sambærilegar tölur fyrir nágrannalönd okkar benda til þess að nýting í þeim löndum sé um 45 til 55%. Munurinn er sláandi en þarna er um veruleg verðmæti að ræða sem fara því miður í súginn hjá öðrum þjóðum. Okkar sjávarútvegur hefur þar mikið fram að færa í þekkingu og tækni. Útflutningstölur segja sína sögu um þetta en velta í lýsisframleiðslu nam röskum 11,2 milljörðum króna á árinu 2018. Velta í sölu þurrkaðra eða frystra hausa var tæpir 4,7 milljarðar og í lifrarvinnslu tæplega 3,7 milljarðar sama ár. Velta í hrognaframleiðslu var rösklega 1,2 milljarðar. Útflutningur á marningi og fiskafskurði nam um 1,6 milljörðum. Þau fyrirtæki, sem sinna bróðurparti niðursuðu á lifur, lýsisframleiðslu, þurrkun og hrognavinnslu eru tæplega 20 talsins. Þessi fyrirtæki velta á þriðja tug milljarði króna. Mörg þessi fyrirtæki eiga sér langa sögu og hafa fest sig í sessi á alþjóðlegum mörkuðum og nýta styrkleika íslenska sjávarútvegsins. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun